Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1933, Side 62

Eimreiðin - 01.07.1933, Side 62
286 KAFLAR ÚR SAN MICHELE eimreiðin Um hjúkrun gat varla lengur verið að ræða. Barninu hafði versnað og lá nú meðvitundarlaust. Það var ekki um að villast lengur, að dauðinn var í aðsigi. Móðirin sat alla nóttina við rúmið og starði gegnum tárin á deyjandi barnið sitt. »Kyssið hana að skilnaði*, sagði ég, þegar dauðastríðið hófst. »Það gerir ekkert til, hún er meðvitundarlaus*. Móðirin hallaði sér yfir barnið, en hörfaði svo skyndilega undan. »Ég þori ekki að kyssa hana«, sagði hún grátandi, »þér vitið, að ég er öll sýkt«. Næsta skifti sem ég sá Flopette, var hún dauðadrukkin. Viku síðar kastaði hún sér í Seine-fljótið. Hún var dregin upp úr lifandi, og ég reyndi að koma henni inn á St. Lazare- spítalann, en þar var ekkert rúm laust. Mánuði seinna drakk hún upp úr ópíumsglasi. Hún var nær dauða en lífi þegar ég kom, og ég hef aldrei getað fyrirgefið sjálfum mér, að ég skyldi dæla eitrinu upp úr henni. I annari hendi hélt hún dauðahaldi utan um ofurlítinn barnsskó, og í skónum Iá hár- lokkur. Svo tók hún að drekka absint, sem er eins ósvikið og hvert annað eitur, þó það sé því miður lengi að drepa. En hvað sem um það er, þá hafnar hún áður en langt um líður í einhverju ræsinu, þar er meira næði að drekkja sér en í Seine-fljótinu*. Við staðnæmdumst fyrir framan hús Norströms í RuePigalle- »Góða nótt«, sagði vinur minn. »Þakka þér fyrir samver- una í kvöld*. »Þér einnig*, svaraði ég. Um Schubert. — Ef mér tekst nokkurntíma að ráða við hinn óstýriláta Pegasus, þá ætla ég í auðmýkt að yrkja lofsöng um minn elskaða Schubert, ágætasta tónsnillinginn, sem uppi hefur verið, til þess að þakka honum fyrir það, sem hann hefur fyrir miS gert. Ég á honum alt að þakka. Jafnvel meðan ég lá rúm- fastur vikum saman í myrkrinu, og vonin um að ég myndi nokkurntíma komast út úr því aftur var svo veik, þá var það venja mín að raula hvert lagið hans eftir annað. Ég var eins og skóladrengur, sem ráfar um dimman skóg og blístrar svo
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.