Eimreiðin - 01.07.1933, Qupperneq 62
286
KAFLAR ÚR SAN MICHELE
eimreiðin
Um hjúkrun gat varla lengur verið að ræða. Barninu hafði
versnað og lá nú meðvitundarlaust. Það var ekki um að villast
lengur, að dauðinn var í aðsigi. Móðirin sat alla nóttina við
rúmið og starði gegnum tárin á deyjandi barnið sitt.
»Kyssið hana að skilnaði*, sagði ég, þegar dauðastríðið
hófst. »Það gerir ekkert til, hún er meðvitundarlaus*.
Móðirin hallaði sér yfir barnið, en hörfaði svo skyndilega
undan. »Ég þori ekki að kyssa hana«, sagði hún grátandi,
»þér vitið, að ég er öll sýkt«.
Næsta skifti sem ég sá Flopette, var hún dauðadrukkin.
Viku síðar kastaði hún sér í Seine-fljótið. Hún var dregin
upp úr lifandi, og ég reyndi að koma henni inn á St. Lazare-
spítalann, en þar var ekkert rúm laust. Mánuði seinna drakk
hún upp úr ópíumsglasi. Hún var nær dauða en lífi þegar ég
kom, og ég hef aldrei getað fyrirgefið sjálfum mér, að ég
skyldi dæla eitrinu upp úr henni. I annari hendi hélt hún
dauðahaldi utan um ofurlítinn barnsskó, og í skónum Iá hár-
lokkur. Svo tók hún að drekka absint, sem er eins ósvikið
og hvert annað eitur, þó það sé því miður lengi að drepa. En
hvað sem um það er, þá hafnar hún áður en langt um
líður í einhverju ræsinu, þar er meira næði að drekkja sér en
í Seine-fljótinu*.
Við staðnæmdumst fyrir framan hús Norströms í RuePigalle-
»Góða nótt«, sagði vinur minn. »Þakka þér fyrir samver-
una í kvöld*.
»Þér einnig*, svaraði ég.
Um Schubert.
— Ef mér tekst nokkurntíma að ráða við hinn óstýriláta
Pegasus, þá ætla ég í auðmýkt að yrkja lofsöng um minn
elskaða Schubert, ágætasta tónsnillinginn, sem uppi hefur verið,
til þess að þakka honum fyrir það, sem hann hefur fyrir miS
gert. Ég á honum alt að þakka. Jafnvel meðan ég lá rúm-
fastur vikum saman í myrkrinu, og vonin um að ég myndi
nokkurntíma komast út úr því aftur var svo veik, þá var það
venja mín að raula hvert lagið hans eftir annað. Ég var eins
og skóladrengur, sem ráfar um dimman skóg og blístrar svo