Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1933, Page 70

Eimreiðin - 01.07.1933, Page 70
294 KOLBEINSEV eimreiðin Kolbeinsey virðist altaf vera að minka og eyðast af völd- um ísreks og sjávargangs, og öll líkindi benda til, að eftir 2—3 hundruð ár verði hún algerlega horfin. Margt bendir til að eyja þessi hafi myndast við neðansjávar- eldgos. I henni er eingöngu basalthraun, mjög eldbrunnið, úfið og ótótlegt, með óteljandi holum og skorum. Jarðvegur er þar enginn eða jurtagróður af nokkru tæi. Að austan og vestan virðist eyjan afarbrött neðansjávar, því örskamt norð- vestur af eynni hefur verið mælt og markað á sjókortið 395 metra dýpi. Annars segja gamlir hákarlamenn, sem veiðar hafa stundað í nánd við Kolbeinsey, að misdýpi sé svo geipi- legt í nánd við eyjuna, eins og skiftist á há klettafjöll og djúpir dalir. Grunnsævispallurinn, sem eyjan stendur á, nær alllangt til suðurs og breikkar eftir því sem fjær dregur. En til norðurs skerst hann í mjóan odda, er nær aðeins nokkur hundruð metra frá eyjunni, en þá snardýpkar á þrjá vegu, eins og hér væri um að ræða neðansjávar klettafjall eða andnes. I þann tíma sem Island fanst og fór að nemast og byggjast, hefur Kolbeinsey að líkindum verið rniklu stærri ummáls og hærri úr sjó en nú er hún. Og sökum þess, að hennar er snemma getið í sögum og hve einstæð hún er og merkileg í sinni röð, mun ekki úr vegi að minnast hennar ofurlítið, eftir þeim gögnum, er skráð hafa verið, og sögusögnum sjónarvotta frá nýjustu tímum. Fyrstu sagnir um Kolbeinsey er að finna í Landnámu. Þar er hennar þó ekki minst öðruvísi en í sambandi við siglingaleiðir, og er sú frásögn í hlutfalli við vegalengdir ærið ófullkomin og fjarri öllum sanni. Er þar sagt, að »dægursigl' ing sé til óbygða á Grænlandi úr Kolbeinsey norður*.1) Skal frásögn Hauksbókar tekin hér orðrétt: — — — »enn fra Langanesi a nordan verdu íslandi er iiij dægra haf til Svalbarda nordr i Hafs botn en dægr sigl' ing er til obygda a Grænalandi or Kolbeins ey i nordr«.2) 1) Landnáma, útg. 1843, bls. 26. 2) Hauksbók, Landnámabók. Det kongelige nordiske Oldskrifts- Selskap, Köbenhavn 1900, F. J., bls. 4.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.