Eimreiðin - 01.07.1933, Qupperneq 70
294
KOLBEINSEV
eimreiðin
Kolbeinsey virðist altaf vera að minka og eyðast af völd-
um ísreks og sjávargangs, og öll líkindi benda til, að eftir
2—3 hundruð ár verði hún algerlega horfin.
Margt bendir til að eyja þessi hafi myndast við neðansjávar-
eldgos. I henni er eingöngu basalthraun, mjög eldbrunnið,
úfið og ótótlegt, með óteljandi holum og skorum. Jarðvegur
er þar enginn eða jurtagróður af nokkru tæi. Að austan og
vestan virðist eyjan afarbrött neðansjávar, því örskamt norð-
vestur af eynni hefur verið mælt og markað á sjókortið 395
metra dýpi. Annars segja gamlir hákarlamenn, sem veiðar
hafa stundað í nánd við Kolbeinsey, að misdýpi sé svo geipi-
legt í nánd við eyjuna, eins og skiftist á há klettafjöll og
djúpir dalir.
Grunnsævispallurinn, sem eyjan stendur á, nær alllangt til
suðurs og breikkar eftir því sem fjær dregur. En til norðurs
skerst hann í mjóan odda, er nær aðeins nokkur hundruð
metra frá eyjunni, en þá snardýpkar á þrjá vegu, eins og
hér væri um að ræða neðansjávar klettafjall eða andnes.
I þann tíma sem Island fanst og fór að nemast og byggjast,
hefur Kolbeinsey að líkindum verið rniklu stærri ummáls og
hærri úr sjó en nú er hún. Og sökum þess, að hennar er
snemma getið í sögum og hve einstæð hún er og merkileg
í sinni röð, mun ekki úr vegi að minnast hennar ofurlítið,
eftir þeim gögnum, er skráð hafa verið, og sögusögnum
sjónarvotta frá nýjustu tímum.
Fyrstu sagnir um Kolbeinsey er að finna í Landnámu.
Þar er hennar þó ekki minst öðruvísi en í sambandi við
siglingaleiðir, og er sú frásögn í hlutfalli við vegalengdir ærið
ófullkomin og fjarri öllum sanni. Er þar sagt, að »dægursigl'
ing sé til óbygða á Grænlandi úr Kolbeinsey norður*.1)
Skal frásögn Hauksbókar tekin hér orðrétt:
— — — »enn fra Langanesi a nordan verdu íslandi er
iiij dægra haf til Svalbarda nordr i Hafs botn en dægr sigl'
ing er til obygda a Grænalandi or Kolbeins ey i nordr«.2)
1) Landnáma, útg. 1843, bls. 26.
2) Hauksbók, Landnámabók. Det kongelige nordiske Oldskrifts-
Selskap, Köbenhavn 1900, F. J., bls. 4.