Eimreiðin - 01.07.1933, Qupperneq 78
302
KOLBEINSEV
eimreiðin
hún var sídan köllud gudlausa-Þrúda; sídan komu bændur
tveir af hinum næstu bæjum þar á skaganum, heita efra- og
nedra-Nes, ok fundu hann, var annar bóndi Þrúdu, var Jón
þá enn með máli ok rænu ok fluttu þeir hann til þess bæjar-
ins, er nær var, ok þar var honum gefinn kaldur drykkr einn,
sídan flutti bóndi hann þadan í hrakvidri til næsta bæjar, ok
var þat laung leid, hneig hann þá daudr af hestinum er hann
var tekinn af baki. Þann bónda er flutti, dæmdi Jens Spen-
drup sýslumadr til að láta 10 hundrud fyrir næstu fardaga,
en ella sæta refsingu. Sonur Jóns þessa var Björn prestr,
fadir Snorra prests at Hjaltastödum í Blönduhlíd*. (Árb. 1730,
IX. deild, LXXIII. kap., bls. 103).
í þingbókum Hegranessýslu nr. 794, á Þjóðskjalasafninu,
má sjá allan gang þessa máls, þótt skriftin sé ekki upp á það
allra læsilegasta. Kona sú, er fyrst fann Jón og skar silfur-
hnappana af fötum hans, hét Herþrúður Þorbjarnardóttir í
Neðra-Nesi (ranglega nefnd Jarþrúður hjá Espólín). Bænd-
urnir, er síðar komu að Jóni, þar sem hann lá undir sjávar-
bakkanum, voru þeir Einar Halldórsson, maður Herþrúðar,
og Árni Jónsson, bóndi í Efra-Nesi. Var þá Jón með fullu
ráði og rænu, er þeir fundu hann. Þó var hann limlestur og
eins og nærri má geta mjög aðþrengdur eftir 5—6 dægra
hrakning og skipbrot í hinu mesta foraðsveðri. Svaraði Jón
öllum spurningum bænda skilmerkilega, eins og sjá má af
yfirheyrslunum í þingbókunum.
Eigi höfðu þeir bændur neinn hraða á að hjúkra Jóni eða
Iíkna. Var þó sóttur hestur, lagður á hann reiðingur og Jón
bundinn á hann ofan. Neðra-Nes er næsti bær við Húnsnes,
þar sem skipbrotið varð. Þangað var farið með Jón, en eis>
var hann leystur af hestinum, en gefið til drykkjar kalt vatn
eða sýra. Síðan var haldið áfram með Jón að Mallandi á
Skaga, en það er löng bæjarleið frá Nesjunum. Þegar þangað
kom var Jón loks leystur af reiðingshestinum, en þá hneiS
hann dauður niður. Veður var kalt og hrakviðri meðan á
flutningnum stóð. — Hóf Jens Madsen Spendrúp sýslumað-
ur rannsókn út af þessu, voru mörg vitni leidd, og voru
hjónin í Neðra-Nesi, Einar Halldórsson og Herþrúður Þor-
bjarnardóttir, dæmd á Skefilsstaðaþingi 25. nóv. 1730 í 10