Eimreiðin - 01.07.1933, Síða 81
EIMREIÐIN
KOLBEINSEY
305
Af hvhfuglum, sem til mála gæti komið, að orpið hefðu
fYrrum í Kolbeinsey, eru fýll og rita, en þó vafasamt, eink-
um með rituna.
Fýllinn (Fulmarus glacialis) verpir ógjarna og getur ekki
homið upp unga sínum nema í björgum, þar sem skarfakál
eða aðrar safaríkar jurtir vaxa. Fýllinn verpir í björgin á
undan öðrum fuglum, og er unginn ekki sjálfbjarga fyr en í
a3ústlok og septemberbyrjun, en þá er allur annar fugl bú-
Inu að yfirgefa björgin, að hafsúlunni undantekinni. Fýllinn
Verpir ekki aftur, ef egg hans er tekið. Hann á aðeins eitt
e9S- Rita (= rissa, skegla) mun að líkindum ekki hafa orpið í'
Rolbeinsey. Hún gerir sér haglegt hreiður (dyngju) á kletta-
snösum og bjargsyllum af mosa og sinu, er hún sækir þangað
er það er að finna og flýgur með þetta í nefinu til hreiður-
Serðarinnar. Skeglan á venjulegast 2 egg, en þó koma oft
fyrir 3 0g í stöku tilfelli 4 egg í hreiðri. Hún verpir aftur,
kó egg hennar séu tekin. Aðrir fuglar en þeir, sem hér hafa
Verið taldir, koma vart til mála að hafa orpið í ey þessari.
Færeyingar hafa oft stundað sjóróðra frá Grímsey yfir
yorið og sumarið. Árið 1914, um mánaðamótin júlí og ágúst,
Var fisklítið við Grímsey. Tóku sig þá til 4 Færeyingar, er
t331, héldu út við sjóróðra og höfðu á leigu vélbátinn »Grím«,
ei9n Matthíasar prests Eggertssonar, og dembdu sér alla leið
norður til Kolbeinseyjar í fiskileit. Var þetta fremur lítill vél-
bátur opinn, er þeir höfðu til fararinnar. Formaður var Elias
Fhristophersson, en þeir sem með honum voru hétu Daniel,
Albert og Heine. Bátinn hlóðu þeir af fiski á nokkrum
klukkustundum kringum eyna, en allur var hann fremur smár
°9 þaraleginn. Ekki gengu þeir á land, því brim var við
eVna, og fugl var þá allur horfinn þaðan. Þó töldu þeir víst,
a^ allmikill fugl hefði orpið í Kolbeinsey það vor. Veður
fen9u þeir ilt á bakaleiðinni og sjógang og voru nærri farnir.
Ehki fýsti þá í aðra för, þótt sjómenn væru þeir góðir.
Merkilegasti leiðangurinn til Kolbeinseyjar og hinn síðasti
Var farinn frá Húsavík dagana 5.-8. júní 1932. Voru þá
*eknar margar Ijósmyndir af eynni frá öllum hliðum og hún
athuguð nákvæmlega. Til ferðarinnar var hafður góður vél-
bátur, og sést hann á tveim myndanna.
20