Eimreiðin - 01.07.1933, Page 87
eimreiðin
ENDURMINNINGAR
311
sér í túngu Þjóðverja, eða öllu fremur af ungæðislegri
galsaþörf kölluðu hann: fonn foggí. En ekki falst neitt ó-
hurteist eða óvinsamlegt í þessari nafngiftu.
— Það var sama um Bjarna og Björn Olsen, að »tví-
skiftan* skaðaði þeirra líðan, en gagnaði gáfunum.
Lengi átti Bjarni barnið í sér; gerði hann sér og far um
það, og þótti mér miður að hann var að reyna að fela þetta
undir opingáttinni, þ. e. a. s. hann öfgaði æskubraginn á sér,
Þóttist elska alt, sem var ungt, þótt vitlaust væri og hata alt
Samalt, þótt gott væri. Svo var það einnig um Bjarna, að
hann borðaði aldrei vegna þess, að klukkan væri 2 eða 3,
en ef hann var svangur.
En — og löngu síðar vissi ég, að bak við alla þessa yfir-
^orðsskel grúfði harmur. —
~~ — Svo sem kunnugt er fékst Bjarni við stjórnmál og
Uni eitt skeið mjög mikið. En lítið yndi hygg ég hann þó hafa
^ft af afskiftum sínum af þeim, en um stutt skeið nokkurn
sfuðning fjárhagslega; því handa honum persónulega mun
*viðskiftaráðunauts«-starfið, eða -embættið hafa verið stofnað;
varð það honum hvorki til vegsauka eða ánægju — og gegnir
furðu. Líklegt þykir mér að þeir, sem stóðu fyrir þessu, hafi
^fft eitthvert hugboð um, að þetta fyrirtæki yrði ekki til
þjóðnytja í hans höndum, svo nokkru næmi, því það var
vandlega þagað um það, hverjum starfið var ætlað, þar til
a^ var klappað og klárt um fjárveitinguna í þinginu. Varð
t’ó hvellur nokkur um stund, en nýjar ádeilur og stjórnmála-
t>ref og tíminn breiddu, að vanda, brekán gleymskunnar yfir
saman, svo vel, að mér þætti ekki ósennilegt, að margir
un9ir menn, sem annars láta sig opinber mál nokkru skifta,
hefðu aldrei heyrt það nefnt á nafn, að Bjarni hefði verið
n°hkurskonar »GeneraI-konsul« íslendinga í verzlunarmálum
erlendis.
Einhver tilgerð var í þessu tiltæki öllu, einnig nafninu
s!álfu; ekki mátti nefna starfið »ráða«, en »ráðu«-nautsstarf,
°9 eru fingraför Björns Jónssonar á þessum stilsmáta.
Bjarni var eins og aðrir góðir íslendingar að yrkja »sér til
u9arhægðar«; hann kunni hvorki á veiku né sterku strengina.