Eimreiðin - 01.07.1933, Qupperneq 89
E'MREIÐIN
ENDURMINNINGAR
313
svo er um þau bréf, sem ég á frá honum, með ýmiskonar
'burði fornyrða. Billiardspil iðkaði hann mikið og manna mest,
sem ég hef kynst, en aldrei náði hann teljanlegri lægni í
þeim leik, fékst þó við hann tímum saman í frístundum sín-
um, daglega, vikum, mánuðum og árum saman eftir að ég
kyntist honum, hefur sennilega byrjað þetta of gamall. Fór
mikið fé í þetta hjá honum og um leið fyrir vindla — sem hann
^ók sjaldan út úr sér nema á máltíðum og þegar hann svaf —
°9 ölföng, sem einnig fylgdu með; því ekki þótti hlýða að
hanga við billiard-borðið, án þess að kaupa einhverjar góð-
Qerðir um leið, því lengst af kostaði þá ekkert að nota billiard-
borðið, ef menn verzluðu eitthvað um leið. Þetta borð, á
Hótel ísland, er stærsta og vandaðasta billiard-borð, sem ég
^ef séð, og var ég þó að vera mér úti um það, bæði í Dan-
mörku, Noregi og Skotlandi, að sjá samskonar borð.
Bjarni var ágætur tungumálamaður, bæði á hinar fornu og
nýju og framúrskarandi í stærðfræði; talaði þýzku svo sem
'nnfæddur aðalsmaður væri. Söngrödd hafði hann sterka og
háa, en ekki að sama skapi blæfagra og djúpa, en lagviss
Var hann og kunni flest þau sönglög, sem þá tíðkuðust manna
niillum í heimahúsum; söng hann mikið og skemti sér með
Þórði Pálssyni á þeim árum, og voru þeir svo góðir kunn-
'ngjar að ekki sakaði vinskapinn þótt þeir rifust stundum og
t>á ekki æfinlega sem vægilegast.
Bjarni var góður drengur, og sakna ég hans oftlega og
vsit að sama muni margir gera, eða ættu að gera. Hann var
emn þeirra manna, sem enginn gleymir, sem borið hefur gæfu
til að kynnast honum bæði í sólskini og skugga.
Sigurður Sigurðsson, frá Amarholti.
[A5 sjálfsögðu ber ekhi að laka þessar endurminningar höfundar of-
?J'ritaðrar greinar, — sem eru frá stúdentsárum og fyrstu starfsárum
t’larna frá Vogi, — svo sem nokkra heildarmynd af hinu margþætta
staríi þessa ágæta manns, bæði sem stjórnmálamanns, kennara og rithöf-
undar, heldur einungis eins og þær eru: hispurslaus frásögn af æsku-
"Vnnum við góðan félaga, eins og þau hafa geymst í hug höfundarins til
Þessa dags. . Ritstj.].