Eimreiðin - 01.07.1933, Síða 90
EIMREIÐIN
Getur Esperantó kept við enskuna?
Á síðustu árum hefur allmikið kapp verið á það lagt af
nokkrum mönnum hér að fá unglinga til þess að læra Esper-
antó, og jafnvel að því stefnt, að mál þetta kæmist inn í
skólana. Um árangurinn af þessari viðleitni er mér lítið kunn-
ugt, en trúað gæti ég að hann hefði orðið nokkur. Við sjá-
um svo oft hvað gerist, þegar einhver hefur fundið upp nýja
patentleið inn í himnaríki og fer síðan út á stræti og gatna-
mót að boða trú sína. Það bregzt aldrei að hann fái fylgis-
menn. Svo hversvegna skyldi það vera öðruvísi, þegar ein-
hver telur sig hafa fundið patentleið að takmarki mentunar-
innar? Allir vilja verða mentaðir, þótt fæstir vilji leggja neitt
verulegt á sig til þess. Og í fræðslumálunum er nú stefnan
sú, að láta mentuninni rigna yfir fólkið á svipaðan hátt og
]ehóva lét manna rigna yfir Israel í eyðimörkinni. Hitt er
ekki von að fólkið skilji, að enginn maður getur mentast
nema hann leggi mikið, geysilega mikið á sig til þess.
Nú ætla ég ekki að amast við því, að menn leggi sig eftir
Esperantó — ekki fremur en ég amast við því, að menn glími
við krossgátur og spilaþrautir. Hvorttveggja er í sjálfu sér mein-
Iaus dægradvöl, en varla heldur neitt þar fram yfir. Þeir sem
tíma hafa aflögu frá öðru nytsamara, gera rétt í því að skemta
sér við þetta þrent, en hinir ættu helzt að leiða það hjá sér.
Það er þannig langt frá, að ég láti mér detta í hug, að
nokkur maður hafi gagn af Esperantó — nema þá að hann
geti gert það sér að atvinnu að kenna það. Þegar verið er
að tala um bókmentir á þessu eða nokkru öðru tilbúnu máli
(tala tilbúnu málanna er legíó, og altaf eru ný og ný að bæt-
ast við), þá er það bara bull og þvaður. Eða hvar er þær
bókmentir að finna? Það sannar ekkert þótt unt sé að romsa
upp nokkuð marga titla á ritum, sem sérvítringar hafa, eink-
um nú síðustu fimtíu árin, þýtt á þessi mál, né heldur hitt,
að þessi eða hinn hefur skrifað eitthvað á Esperantó, eða
Volapiik, eða Ido, t. a. m. um þá sjö hræðilegu daga í líf*