Eimreiðin - 01.07.1933, Side 96
320
GRÓÐRARSTÖÐIN Á SÁMSSTÖÐUM
EIMREIÐIN
En nú ætla ég að segja ofurlítið frá Klemensi Kristjáns-
syni og störfum hans.
Klemens er fæddur í Jökulfjörðum í N.-Isafjarðarsýslu 1895.
8 ára gamall fluttist hann með föður sínum til Reykjavíkur.
En undireins og hann gat fyrir sér unnið, réðist hann í
vinnumensku austur í sveitir, og var þar lengst 4 ár í vist,
hjá Guðmundi Þorbjarnarsyni á Stóra-Hofi. Þaðan fór hann
til Danmerkur, vildi hleypa heimdraganum og kynnast bún-
aði Dana um leið. I Danmörku vann hann fyrst á ýmsum
stöðum við Iandbúnaðarstörf, en er hann fór að kynnast og
ná tökum á máli þjóðarinnar, fór hann á búnaðarskóla og
þaðan á tilraunastöð um jarðrækt. Arið 1919 kom hann heim
til Islands og var heima tvö ár og hafði þá lengst vinnu við
fóðurræktunartilraunir Búnaðarfélags Islands í Gróðrarstöðinni
í Reykjavík og hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Eftir þessi
tvö ár var hann fullráðinn, hvert hann skyldi stefna störfum
sínum og kröftum: Hann skyldi vinna fyrir grasræktina og
jarðyrkjuna á íslandi. Hann fór utan í annað sinn haustið
1921. Eftir ár hafði hann útskrifast með ágætiseinkunn frá
grasræktarskólanum við Hasund og ferðast víðsvegar um
Danmörku og kynst vendilega frærækt og jarðræktartilraun-
um Dana. Þá fór hann að búnaðarskólanum í Asi í Noregi
og kom síðan heim til Islands vorið 1923.
Þegar heim kom varð Klemens aftur aðstoðarmaður Metú-
salems Stefánssonar við fóðurræktunartilraunir hans. En jafn-
framt byrjaði hann á því í hjáverkum sínum að gera tilraunir
með kornrækt og að rækta íslenzkt grasfræ. Til þess leigði
hann sér blett í Aldamótagarðinum í Reykjavík. Þegar á fyrsta
ári tókst Klemensi að rækta fullþroskað bygg, og tóku menn
þá að veita starfi hans athygli. Búnaðarfélag Islands veitti
honum 100 kr. styrk næsta ár, og árið þar á eftir hækkaði
það styrkinn í 500 kr. Og nú var farið að ræða um að gera
þessar tilraunir í stærri stíl og láta Klemens annast þær fyrir
Búnaðarfélag íslands. Árið 1927 keypti Búnaðarfélag íslands
Mið-Sámstaði í Fljótshlíð úr ábúð og leigði hana handa Kle-
mensi, og þangað flutti hann það sama ár Iitlu »tilraunastöð-
ina« sína. Hún varð nú eign Ðúnaðarfélags Islands, og Kle-
mens gekk algerlega í þjónustu félagsins.