Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1933, Side 116

Eimreiðin - 01.07.1933, Side 116
340 HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOFO eimreiðin hann kæmi aftur og dræpi sig. Ég heyrði að hún sagði við Maríu, að hún skyldi taka töskuna og setja dótið sitt í hana. Hún ætlaði að fara tafarlaust úr Róm . . . ég held hún hafi ætlað að fara til Tivoli . . . til Emílu frænku. Við verðum að koma nógu snemma. Létir þú hana fara?« Hann nam staðar, en aðeins til þess að líta beint framan í mig og bíða eftir svari. Ég stamaði: »Nei . . . nei . . .« »0g hann . . . létir þú hann komast aftur inn? Segðir þú ekkert við hann ?« Ég svaraði ekki. Hann sá ekki, að ég var yfirbugaður af smán og kvölum. Hann sá það ekki, því að eftir stundarþögn hrópaði hann skyndilega með rödd, sem skalf af djúpri geðs- hræringu: »Pabbi, pabbi. Þú ert óhræddur . . . Þú ert óhræddur við hann? Er það ekki?« Ég stamaði: »]ú . . . jú . . .« Við lögðum aftur á síað í steikjandi sólskininu. Við fórum eftir svæðunum, sem höfðu verið lögð í eyði í Villa Ludo- viciJ). Við gengum á milli trjánna, sem höfðu verið feld, dyngjanna af tígulsteinum og kalkgryfjanna, sem skáru í augu mér og drógu mig til sín. Ciro hafði tekið aftur í hönd mér og dró mig í blindni í áttina til þeirra viðburða, sem áttu að ske. Við komum heim og fórum upp á loft. »Hefurðu Iykilinn?* spurði Ciro. Ég var með hann og opnaði hurðina. Ciro gekk á undan mér inn. Hann kallaði: »Mamma! Mamma!« Ekkert svar. »María!« Ekkert svar. Það var enginn í íbúðinni. Það var geislandi birta í henni og grunsamlega hljótt. »Hún er farin!« sagði Ciro, »hvað ætlar þú að gera?« Hann fór inn í stofuna og sagði: »Hérna var það«. Þar lá ennþá stóll á hliðinni. Ég sá beyglaða nælu og rautt slifsi á gólfinu. Ciro fylgdi mér með augunum, hann beygð’ sig niður, týndi upp nokkur löng hár og rétti mér þaU- »Sérðu nú?« 1) GarÖur, sem var frægur forðum í Róm. Er nú horfinn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.