Eimreiðin - 01.07.1933, Page 116
340 HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOFO eimreiðin
hann kæmi aftur og dræpi sig. Ég heyrði að hún sagði við
Maríu, að hún skyldi taka töskuna og setja dótið sitt í hana.
Hún ætlaði að fara tafarlaust úr Róm . . . ég held hún hafi
ætlað að fara til Tivoli . . . til Emílu frænku. Við verðum
að koma nógu snemma. Létir þú hana fara?«
Hann nam staðar, en aðeins til þess að líta beint framan
í mig og bíða eftir svari.
Ég stamaði: »Nei . . . nei . . .«
»0g hann . . . létir þú hann komast aftur inn? Segðir þú
ekkert við hann ?«
Ég svaraði ekki. Hann sá ekki, að ég var yfirbugaður af
smán og kvölum. Hann sá það ekki, því að eftir stundarþögn
hrópaði hann skyndilega með rödd, sem skalf af djúpri geðs-
hræringu:
»Pabbi, pabbi. Þú ert óhræddur . . . Þú ert óhræddur við
hann? Er það ekki?«
Ég stamaði: »]ú . . . jú . . .«
Við lögðum aftur á síað í steikjandi sólskininu. Við fórum
eftir svæðunum, sem höfðu verið lögð í eyði í Villa Ludo-
viciJ). Við gengum á milli trjánna, sem höfðu verið feld,
dyngjanna af tígulsteinum og kalkgryfjanna, sem skáru í augu
mér og drógu mig til sín. Ciro hafði tekið aftur í hönd mér og
dró mig í blindni í áttina til þeirra viðburða, sem áttu að ske.
Við komum heim og fórum upp á loft. »Hefurðu Iykilinn?*
spurði Ciro.
Ég var með hann og opnaði hurðina. Ciro gekk á undan
mér inn. Hann kallaði:
»Mamma! Mamma!« Ekkert svar.
»María!« Ekkert svar. Það var enginn í íbúðinni. Það var
geislandi birta í henni og grunsamlega hljótt.
»Hún er farin!« sagði Ciro, »hvað ætlar þú að gera?«
Hann fór inn í stofuna og sagði: »Hérna var það«.
Þar lá ennþá stóll á hliðinni. Ég sá beyglaða nælu og rautt
slifsi á gólfinu. Ciro fylgdi mér með augunum, hann beygð’
sig niður, týndi upp nokkur löng hár og rétti mér þaU-
»Sérðu nú?«
1) GarÖur, sem var frægur forðum í Róm. Er nú horfinn.