Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1933, Page 118

Eimreiðin - 01.07.1933, Page 118
342 HLUTAFELAGIÐ EPISCOPO EIMREIÐIN aðra hönd hans og þreifaði á slagæðinni. Slögin jukust af- skaplega fljótt. Við töluðum ekki. Okkur virtist sem við heyrðum ótal hljóð, og við heyrðum ekki nema æðaslög okkar. A gluggan- um var heiðblár litur, svölurnar strukust við hann, þegar þær flugu fram hjá. Það var eins og þær vildu komast inn. Það var líkast því, að andardráttur bærði gluggatjöldin. Sólskinið myndaði á gólfinu nákvæman ferhyrning af glugganum, og skuggar af svölunum bárust um hann. En í mínum augum var alt þetta ekki framar veruleiki heldur ytra skin. Það var ekki framar lífið, það var eftirlíking af lífinu. Angist mín var orðin afskapleg. Hvað leið langur tími? Ciro sagði: »Ég er þyrstur. Gefðu mér vatnssopa*. Ég stóð á fætur til þess að ná í vatn handa honum. En vatnskannan á borðinu var tóm. Ég tók hana og sagði: »Ég ætla að fylla hana úti í eldhúsi*. Ég fór út úr herberginu og út í eldhús. Ég setti könnuna undir kranann. Eldhúsið var við hliðina á forstofunni. Ég heyrði greinilega að snúið var lykli í skránni. Ég stóð kyr eins og steingerv- ingur, mér var algerlega ómögulegt að hreyfa mig. Síðan heyrði ég að hurðin var opnuð, og ég þekti fótatak Wanzers. Wanzer kallaði: »Ginevra!« Þögn. Hann gekk nokkur skref áfram og kallaði síðan: »Ginevra!« Þögn. Hann gekk enn áfram. Hann var auðsjáanlega að leita að henni í herberginu. Mér var algerlega ómögulegt að hreyfa miS• Skyndilega heyrði ég son minn reka upp óp, tryllingslegt óp, sem leysti limi mína jafnskjótt úr álögum. Mér varð litið á stóran hníf, sem glampaði á borðinu. Hönd mín þreif hann jafnskjótt. Handleggur minn varð gríðarsterkur. Það var eins og hvirfilbylur bæri mig að þröskuldinum á herbergi sonar míns. Ég sá son minn hanga eins og grimman kött á hinum stóra líkama Wanzers, og ég sá, að Wanzer hafði lagt hendur á hann. Tvisvar, þrisvar, fjórum sinnum stakk ég hnífnum alveg upp að skafti í bakið á Wanzer.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.