Eimreiðin - 01.07.1933, Blaðsíða 118
342
HLUTAFELAGIÐ EPISCOPO
EIMREIÐIN
aðra hönd hans og þreifaði á slagæðinni. Slögin jukust af-
skaplega fljótt.
Við töluðum ekki. Okkur virtist sem við heyrðum ótal
hljóð, og við heyrðum ekki nema æðaslög okkar. A gluggan-
um var heiðblár litur, svölurnar strukust við hann, þegar þær
flugu fram hjá. Það var eins og þær vildu komast inn. Það
var líkast því, að andardráttur bærði gluggatjöldin. Sólskinið
myndaði á gólfinu nákvæman ferhyrning af glugganum, og
skuggar af svölunum bárust um hann. En í mínum augum
var alt þetta ekki framar veruleiki heldur ytra skin. Það var
ekki framar lífið, það var eftirlíking af lífinu. Angist mín var
orðin afskapleg. Hvað leið langur tími?
Ciro sagði: »Ég er þyrstur. Gefðu mér vatnssopa*.
Ég stóð á fætur til þess að ná í vatn handa honum. En
vatnskannan á borðinu var tóm. Ég tók hana og sagði: »Ég
ætla að fylla hana úti í eldhúsi*.
Ég fór út úr herberginu og út í eldhús. Ég setti könnuna
undir kranann.
Eldhúsið var við hliðina á forstofunni. Ég heyrði greinilega
að snúið var lykli í skránni. Ég stóð kyr eins og steingerv-
ingur, mér var algerlega ómögulegt að hreyfa mig. Síðan
heyrði ég að hurðin var opnuð, og ég þekti fótatak Wanzers.
Wanzer kallaði: »Ginevra!«
Þögn.
Hann gekk nokkur skref áfram og kallaði síðan: »Ginevra!«
Þögn.
Hann gekk enn áfram. Hann var auðsjáanlega að leita að
henni í herberginu. Mér var algerlega ómögulegt að hreyfa miS•
Skyndilega heyrði ég son minn reka upp óp, tryllingslegt
óp, sem leysti limi mína jafnskjótt úr álögum. Mér varð litið
á stóran hníf, sem glampaði á borðinu. Hönd mín þreif hann
jafnskjótt. Handleggur minn varð gríðarsterkur. Það var eins
og hvirfilbylur bæri mig að þröskuldinum á herbergi sonar
míns. Ég sá son minn hanga eins og grimman kött á hinum
stóra líkama Wanzers, og ég sá, að Wanzer hafði lagt hendur
á hann.
Tvisvar, þrisvar, fjórum sinnum stakk ég hnífnum alveg
upp að skafti í bakið á Wanzer.