Eimreiðin - 01.07.1933, Qupperneq 120
EIHREIÐIN
Frá landamærunum.
[Eimreiðinni er þökk á stuítum frásögnum af dulrænni reynslu-
manna og öðru skyldu efni, og mun Ijá því efni rúm cftir því senr
ástæður leyfa].
Óþægilegur fvrirburður. í
næstsíöasta hefti var nokkuð skýrt
frá dulargáfum miðilsins Andrésar P.
Böðvarssonar, eftir gögnum, sem
hann lét eftir sig í handriti, og
skal hér til viðbótar birt ein fyrir-
burðarsagan úr safni hans, sem er
staðfest af einum þeirra, er hann
sagði hana, auk þess sem ekkja
hans, Salvör Ingimundardóttir, sem
sjálf tók á móti manni sínum kvöld
það, er atburðurinn gerðisf, er
reiðubúin að staðfesta, að atburður-
inn sé rétt skrásettur eins og Andrés
sál. sagði hann, þegar eftir að hann
gerðist. Sagan er á þessa leið:
„Það var veturinn 1927, að ég
hafði farið einn í Ieikhúsið vegna
þess, að konan mín hafði ekki á-
stæðu til þess að koma með mér.
En yfirleitt reyndi ég sem minst
og hægt var að vera einn á ferð,
vegna þess að ég varð mjög oft
fyrir óþægilegum áhrifum. En í
þetta sinn brá ég út af þeirri venju.
A heimleiðinni var ég mjög hugs-
andi út af því, sem gerst hafði á
sýningunni, svo að ég hafði ekki
minstu áhyggju út af því, að ég
væri einn mfns liðs. En þegar ég
beygði fyrir hornið á Vonarstræti
og Suðurgötu, þá tek ég eftir því,
að á hlið við mig gengur karlmað-
ur. Ég greikka dálítið sporið, svo
að ég kemst fram fyrir hann, en
þegar ég beygi af Suðurgötunni
upp á Sólvallagötu, þá er hann
aftur á hlið við mig. Mér þótti
þetta dálítið kynlegt og fór að
virða manninn fyrir mér, og var út-
lit hans í fæstum orðum þetta:
Hann var á hæð við mig, breið-
vaxinn og ruggaði dálítið í gangi,
líkt og sjómenn gera, andlitið var
toginleift og skegglaust, en augnalit
og andlifsdræíti gat ég ekki greint.
Hann var í bláum fötum, sem leit
út fyrir að væru nýtekin upp úr
kistu eða kofforti, því svo hrukk-
ótt og óslétt voru þau. Hann var
með enska húfu á höfðinu, og
hallaðist hún út í hægri vangann,
svo að ég sá, að hárið var dökk-
leitt og hrokkið, en um hálsinn
hafði hann það, sem margir véla-
menn eru vanir að nota til a6
þurka af vélum með, en sem ég
ekki þekki heiti á, en líkist mest
tvisti. Þegar þessi úttekt á mann-
inum var um garð gengin, vorum
við komnir upp á brekkuna. Mér
fanst ekkert grunsamlegt við ná-
ungann og varð ekki var við nein
áhrif. Þar af leiðandi hélt ég ró-
lega áfram göngu minni vestur gbf'
una. Þegar ég átti eftir nokkra
faðma heim að heimili mínu, lít e2
snögt um öxl, og er þá maðurinn
alveg á hælunum á mér. Þá fyrst
vaknar hjá mér grunsemd um,