Eimreiðin - 01.07.1933, Síða 126
350
RITSJÁ
EIMREIÐIN
Von er, að þann í raunir reki,
sem rogast með slíkt heljarbjarg.
Skyldi ei ráð að skrifa minna?
Skelfing er öll sú blaðamergð.
En þetta er orðin þjóðleg vinna
að þreyta póstinn í hverri ferð,
og beygja herðar bræðra sinna
með byrði — sem er einskisverð".
Höfðingi smiðjunnar minnir dálítið á kvæði Longfellows „The Village
Blacksmith", sem Einar Benediktsson hefur þýtt, og Kirkja fyrirfinst
engin ögn á Messuna á Mosfelli eftir E. B. Hvorttveggja er þetta sjálf-
sagt tilviljun ein, en um enga stælingu að ræða. En þessi tvö kvæði D.
St. tapa á þessari tilviljun.
Stundum gerir skáldið hag lands og þjóðar að umtalsefni og kveður
þá víða fast að orði. I kvæðinu Fimm skip er meðal annars þessi vísa:
„Blekkingin signdi hið beiska full.
— Þrælslund er þung á metum.
Skip kom að landi með lánað gull,
sem logið var út úr Bretum".
Og enn er þar þessi hending:
— „Ef frelsið glatast við Festarklett
er fjötranna skamt að bíða“.
Er auðsjáanlega hverjum ætlað að skilja svo sem skap er til hvað
skáldið er að fara í þessu kvæði. Þung ádeila á fíðarandann, þó óbein
sé, er í kvæðinu Nú fækkar þeim ððum, sem er eitf bezta kvæðið í bók-
inni. Það hefst á þessa Ieið:
„Nú fækkar þeim óðum, sem fremstir stóðu,
sem festu rætur í íslenzkri jörð,
veggi og vörður hlóðu
og vegi ruddu um hraun og skörð,
börðust til þrauta með hnúum og hnefum
og höfðu sér ungir það takmark sett:
að bjargast af sínum búum
og breyta í öllu rétt“.
D. St. óttast um það í þessu kvæði, að þjóðlegu hetjunum sé að fækka.
Því er ekki að neita, að nokkur ástæða er til þessa ótta. Og öll við-
leitni viðreisnarmanna komandi ára hlýtur að beinast að því að sföðva
þessa fækkun, beina öfugstreyminu í réttan farveg, svo að fjölgi þessum
hetjum. Skáldin eiga þar hlutverk að vinna um fram aðra, — með
eggjandi og hvetjandi Ijóði og söng. í kvæðinu Dalabóndi er sögð saga,
sem hvað eftir annað endurtekur sig hér á landi, sagan um bóndann,
sem yfirgaf kotið, því „börnin vildu að sjó“. Allir, sem um þessar
mundir eru að hugsa um að flytja “út í þorpið“, ættu að lesa þetta
kvæði áður en þeir afráða nokkuð. D. St. er fyrst og fremst skáld
sveifanna og bændalífsins. Hann lýsir ræktun landsins með aðdáun, °S
ekki finnur hann sárar til með neinum en þeim, sem orðið hafa að
gefast upp í glímunni við að rækta Iandið. Sá, sem hefur orðiö að flýla
þessa köllun sína, er ekki samur maður eftir: