Eimreiðin - 01.04.1935, Síða 50
170
VIÐSJÁR TALNANNA
eimbeiðin
háttar nálægð; í þjónsstöðunni yrði hann auðveldlega veginn
og léttvægur fundinn, ekki sizt úr því að lóðið á hinni vogar-
skálinni var ekki minna en það tarna. — Einmitt það, svo að
Jófríði var ætlað í þessa áttina, auðvitað! — Hann þekti Júlíus
mæta vel, — soninn. Að honuin var í rauninni ekkert að finna;
hvítt, brosmilt snoturmenni. Svo hann mátti vissulega þakka
hamingjunni fyrir einbeitni Jófríðar í þessu sambandi. — Július
var von bráðar útlærður stjörnufræðingur og hafði lifið frain
undan sér. En baráttulaust skvldi þó engu afsalað honuin 1
liendur að svo komnu. - Nei, hvort heldur sem var, að Jó'
fríður þótti henta til að jafna með sjóðþurð eða ekki sjóðþurð,
þá skyldi reynt að halda i horfinu enn um skeið. — I>að lá að
sönnu aðeins grunur á um þessa sjóðþurð, en var annars ó-
upplýst mál að öllu levti, þó að sagt væri, að hinn nýi lög'
fræðingur þorpsins, Ásgeir Standberg, vofði yfir misfellun-
um eins og valur yfir rjúpu. — Það kom þó ekki þessu máh
við. En eitthvert úrræði bar honum að finna, þar var ekkert
undanfæri.
En það var þó, ef til vill, í sambandi við þetta samsetta orð
úr „sjóði“ og „þurð“, að skyndilega tók að spinnast kynlegm'
hugsanalopi kringum staka, fáránlega fjarstæðu, sein hvolfdist
yfir hann af einhverri óskiljanlegri tilviljun. Hann svitnaði
nálega, því hann fvltist eins konar trvllingi hugkvæmninnai':
Einn fvrsta daginn, tveir þann næsta, þá 4, síðan 8—16 -32—64-
Tölurnar dönsuðu í höfðinu á honum og djöfluðust upp úr
öllu valdi. Hann skildi ekki, hvernig í dauðanum stóð á þess-
ari hugmvnd, einmitt nú. Ef til vill hafði hann einhvern tíma
hevrt þetta eða lesið, og það siðan legið óhrevft i undirvitund-
inni; en það mátti einu gilda, þetta var silfurtær hugkvænm'
jafnt fvrir því, i þessu sambandi, og þetta var fótfesta, þetta
var framtið og þetta var-----. Að síðustu greip hann þarna
blýant og blað, kastaði sér niður á einn birkistólinn og reikn-
aði dæniið til enda.
Honum hafði dottið dálitið í hug, — úrræði? Já, einskonar
úrræði, hversu sem það kvnni að gefast í framkvæmdinni. Það
var ofurlitið grugg á botni þessarar hugsunar, sem vakti leiða
eða sársauka, en við því var ekkert unt að gera, að svo stöddu.
hvað feginn sem hann hefði viljað. — Þetta var auk þess afar