Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Side 33

Eimreiðin - 01.10.1947, Side 33
etmreiðin BLAÐI FLETT 257 Bréfið! Nú man hún fyrst, hvað liún átti eftir að gera. En það er of seint. Hann gengur inn í skrifstofuna, kveikir ljós, réttir út höndina eftir bók — og þá---------. Gerður hlustar. Steinhljóð óratíma. Umgangur og mannamál. Hann hefur hringt eftir lækninum. Gerður sezt upp í rúminu og hlær hátt og lengi. En hún tekur samt inn svefntöflurnar, sem læknirinn gefur henni, og lofar að hún skuli ekki hreyfa sig úr fúminu í nokkra daga. Hann fylgir lækninum út og setzt svo á stól við rúmið hennar og leggur aðra höndina á ennið á henni, en með hinni flettir hann blaði í bókinni sinni. hjáguðadýrkun. Menntaðir menn eiga ekki mjög á hættu að falla fyrir lijáguðadýrkun friimstæðra þjóða. Að vísu eimir enn eftir af trú á töfragripi, stokka og 8teina. En þó að þetta sé látið viðgangast, eins og t. d. áfengisnautn og ^aurlifnaður, þá er yfirleitt litið á það með vanþóknun. Allt öðru máli gegnir með þá hjáguðadýrkun, sem er ávöxtur menn- ^gar nútímans. Hún er höfð í miklum heiðri. Leiðtogar lýðsins þreytast ^ldrei á að lofa liana og meta hana stundum til jafns við sjálfa trúna á guð. Þessi svokallaða æðri lijáguðadýrkun lýsir sér á marga vegu, en þó skipta í þrjá aðalflokka: hjáguðadýrkun tæknilegs, stjórnmálalegs °g siðferðilegs cðlis. Tæknileg hjáguðadýrkun er frumstæðust þessara þriggja tegunda, því og villimennirnir, sem trúa á stokka og steina, lialda dýrkendur tækn- ^nnar, að frelsun og sáluhjálp manna sé undir efnislegum hlutum komin, Sv° sem vélum og tækjum. Tæknilega lijáguðadýrkunin er orðin að lífs- ^eimspeki milljóna manna um víða veröld. í Sovet-samveldinu skorti um lítið á, að hún næði þeim meluin að verða löggilt ríkistrú. Svo rík er trúin á tæknileg skurðgoð orðin, að naumast verður vart lengur áhrifa ra Btísku kenningunni fornu um Hubris og Nemesis. Huhris táknaði hvers- koi>»r ofstjórn og óhóf. En slíkt hefnir sín ætíð, og þá kom Nemesis til skJalanna. Litlu frjórri cr hin pólitíska hjáguðadýrkun samtíðarinnar. í stað þess '*^ dýrka véltæknina, kemur dýrkun allskonar þjóðfélagslegra og fjármála- |egra hagkerfa. Ef aðeins er komið réttu skipulagi á viðskipti manna, þá eysir það þá úr öllum vanda af sjálfu sér. Synd og sorgir, jafnvel styrjaldir, 17

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.