Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Side 50

Eimreiðin - 01.10.1947, Side 50
274 GLÆÐUR EIMREIÐIN inn með mér. Ég að elta stelpur og það, þegar þú ert annarsvegar! Góða Unnur, þú þekkir mig ekki. — Það var ég, sem liélt að þu hefðir yfirgefið mig á eyðimörk lífsins. — Það hefði verið réttast, að ég hefði gert það, segir liún, og svo ókum við heim til hennar. Unnur bjó í stóru húsi og fallegu. Maðurinn liennar var ríkur kaupsýslumaður, sjaldan heima, — er mér óhætt að segja. Dvaldi langdvölum erlendis, og var á orði haft, að hann væri livergi við eina fjölina feldur. Marga tók það sárt, að hann hafði náð í þessa fallegu konu. Þau áttu ekki börn. Við settumst við lítið borð í stofunni. Settumst saman í stóran, þægilegan legubekk. — Lánaðu mér tappatogara, segi ég, — þetta er gott vin» Malaga, ég fékk það áðan í dalli frá Spáni. — Viltu ekki lieldur viskí og sóda? segir hún, — ykkur karl- mönnunum þykir það víst betra. Sigurður skildi eftir hálfan kassa, eða svo, af því hérna í kjallaranum. — Onei, segi ég, — ég byrjaði á þessu gutli, og það er bezt að ég haldi áfram með það í kvöld. — Þú hefðir annars ekki þurft að vera að koma með þetta vin heim til mín í kvöld, segir hún, — ég á nóg. -— Veit ég það, góða, segi ég, — en hvað átti ég að gera vl® það? Kasta því á götuna? Ekki vissi ég, að ég yrði svo hund heppinn að krækja í þig, Unnur, og allt þitt viskí. Það hef * sparað mér talsverða armæðu og ama, ef ég hefði vitað þa fyrirfram, að ég gat fengið bæði vín og kvenmann frítt. — Vertu nú ekki með neinn dónaskap, Indriði, segir hún; en þú hefur sjálfsagt verið í braski, fyrst þú tókst mig á löpP' Þú hefur alltaf látið eins og þú sæir mig ekki, síðan ég gekk þetta heilaga lijónahand. — Gaf prestur ykkur saman? — Nei. ^ — Jæja, þá er það ekki heilagt. — En heldurðu kannske, a ég vilji láta kalla mig hjónadjöful? Nei, þótt ég elski þig helt ’ Unnur mín, eins og þú veizt vel að ég geri, þá er ég maður, seI kann að stjórna mér. ^ — Heyr á! segir hún, — elskir mig! Þú hefur aldrei gert þa ’

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.