Eimreiðin - 01.07.1954, Side 14
eimreiðin
166 VIÐ ÞJÓÐVEGINN
leyti kennt um breyttri aðstöðu hér við land. Hr. F. Huntly Wood-
cock, fiskveiðafulltrúi íslenzku sendisveitarinnar
Rangfærslur í London, hefur gert athugasemdir í sama blaði
leiðréttar. frá 18. ágúst við grein þessa. En hann hefur
með mikilli elju haldið uppi svörum í brezkum
blöðum gegn alls konar misskilningi og rangfærslum á málstað
vorum.
Þá hefur Björn Björnsson ritað grein í mánaðarritið „The Free
Trader", ágústheftið 1954, um löndunarbannið. Hann lýkur grein
sinni með því að benda á, hve óviðfelldið sé, að fámenn klíka,
sem virðist hafa að takmarki að ná einokun á öllum fiski, skuli
valda sundrungu milli vinveittra þjóða, sem báðar séu meðlimir
í Norður-Atlantshafsbandalaginu. „Alit þetta framferði er
hneyksli", segir höfundurinn og vitnar þar í orð ritstjóra tíma-
ritsins „City Press“ frá 23. apríl þ. á„ í ritstjórnargrein um málið.
Sendiherra íslands í London, Agnar Klemens Jónsson, hefur
með bréfi, sem birt er í „Evening Telegraph" 25. ágúst þ. á„ and-
mælt þeirri kenningu J. Croft Bakers, forseta Brezka togarasam-
bandsins, sem hann hélt fram í grein frá 21. s. m. í blaðinu, að
íslenzka stjórnin hafi fært út fiskveiðitakmörkin vegna kröfu frá
íslenzkum bátaútvegsmönnum. Sendiherrann bendir á í bréfi sínu,
að íslenzka stjórnin hafi í mörg ár verið búin að athuga málið,
áður en hún tók hina endanlegu ákvörðun, og standi öll íslenzka
þjóðin að henni, en ekki neinn einstakur flokkur eða stétt. Fisk-
veiðitakmörkin hafi verið færð út til hagsbóta fyrir bæði inn-
lenda og erlenda fiskimenn, enda sýni brezkar hagskýrslur, að
ákvörðun íslenzku stjórnarinnar hafi orðið til góðs fyrir brezka
togarasjómenn og útgerðarmenn, ekki síður en
fyrir íslenzka fiskimenn.
Fréttaritari „Daily Mail“, T. F. Thompson, rit-
ar grein, þá nýkominn heim frá íslandi, og birtist
hún í blaoinu 27. ágúst þ. á. undir fyrirsögninni:
kalda stríðið. „ísland er nú í fremstu víglínu kalda stríðsins."
Er í greininni lýst vaxandi verzlun Rússa við
ísland, verzlunarsamningi íslendinga við þá upp á 4 milljónir
sterlingspunda o. s. frv. Ennfremur er getið annarra markaða
vorra fyrir fiskafurðir en í Rússlandi og bent á, að í viðtali við
íslenzka kaupsýslumenn hafi komið í Ijós, að enda þótt vér getum
selt allar fiskafurðir vorar annað en til Bretlands, þá sé það ósk
vor að taka upp aftur ísfisksölu þangað. í greinarlok er frá því
skýrt, að forsætisráðherra íslands hafi á fundi Norðurlandaráðsins
íslenzki
líorskurinn
°g