Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 21
E|MREIB1N
ÍSLENZKAR NtJTÍMABÖKMENNTIR
173
þeir Tryggvi Sveinbjörnsson í Kaupmannahöfn og séra Jakob
Jónsson einna helzt einbeitt sér að leikritagerð með bókmennta-
legum árangri. Árið 1948 gaf séra Jakob út Sex leikrit. En einna
niesti leiklistarviðburður varð, er Kiljan gaf út SnœfríSi íslands-
s°l 1950 og hún var sýnd í Þjóðleikhúsinu.
Ljóðagerðin er elzt, sérstæðust og þaulræktuðust íslenzkra
listgreina. Iðkun kvæðagerðar hefur aldrei rofnað, frá því sögur
þófust. Jafnt kotkarlar sem höfðingjar hafa lagt stund á vísna-
smíði á öllum öldum Islands byggðar. Enn heldur þessi íþrótt
velli með svo undraverðum árangri, að aldrei hafa verið uppi
með þjóðinni fleiri góðskáld en einmitt nú, svo að vitað sé. Og
enn þann dag i dag eru margfalt fleiri ljóða kaupendur og ljóða
lesendur hér á landi, hlutfallslega, en með nágrannaþjóðunum,
llrátt fyrir allt. Hvoruga þessa staðreynd er hægt að hrekja, enda
]}étt óspart sé látið dynja af sumum, er sjálfir fylgjast ekki
Rieð á þessu sviði, að þar hafi orðið mikil afturför síðustu ára-
tugi- Lastarar þessir frýja að vísu ekki Davíð Stefánssyni og
'l'ómasi Guðmundssyni snilldar. En miklu lengra nær ekki
þeirra náð. Þeir dæma flesta þá ljóðasmiði, sem róttækir eru í
skoðunum og að formi, atómskáld. Dylst eigi fyrirlitningin í
slíkri nafngift. Á hinu leitinu eru svo gagnstæðar öfgar: allir
iistamenn, sem fylgja þjóðlegri stefnu, dæmdir úr leik. Sam-
kvaemt þessu sjónarmiði eru skáldin metin eftir línu og lit
einungis, sá rauði ekki aðeins talinn lita beztur, heldur og hinn
eini sáluhjálplegi litur. Metin á þessa vogarskál, eru borgaraleg
skáld af svo nefndum gamla skólanum vegin og léttvæg fundin.
Lau eru annaðhvort rökkuð niður eða þöguð i hel, sem er al-
gengara og fyrirhafnarminna líflát. Þegar málafærslumenn þess-
ara andstæðna eru spurðir, hvort þeir séu handgengnir verkum
þessa eða hins skáldsins, fer það oftast eftir fyrirfram ákveðnu
Áðhorfi, hvort svarið verður jákvætt eða neitandi. Sé aðspurður
jábróðir umrædds skálds i lífsskoðun eða stjórnmálum, eru likur
Lk að hann eða hún hafi kynnt sér verk þess af alúð, annars
ekki. Augljóst er, að svona vilhöll sjónarmið og órökstuddir
ðómar þeirra, sem telja sig einna helzt bæra um að fella þá,
seu skáldunum ekki hollir. En sízt eru þeir þó þjóðinni heilsu-
Samari. Sanngjarnt, en strangt mat á andlegum verðmætum
Sem skáldskap er henni lífsnauðsyn. Þar má hvorki klíkuskapui