Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Page 24

Eimreiðin - 01.07.1954, Page 24
176 ISLENZKAR NÚTlMABÖKMENNTIR eimreiðin á ríka hagmælsku og næma skáldsál og hefur lagt mikla rækt við hvort tveggja, enda náð miklum þroska þann áratug, seni bækur hans ná yfir. í þeim öllum eru ýmis prýðileg kvæði, en flest í Þagnarskógi. Snorri Hjartarson hefur gefið út tvær ljóðabækur, KvæZi 1944 og Á Gnitaheiði 1951. Hann er fagur- keri mikill, og eru sum kvæði hans hin mestu víravirki, ósjald- an mjög torræð, en stundum einföld, látlaus og hnitmiðuð, svo sem nokkrar sonnettur hans, eða gædd innfjálgri dýpt, til dærnis ÞjoSlag. Meðal allmargra byrjenda ljóðabóka, sem út komu 1947, vakti mesta athygli Arfur öreigans eftir HeiÖrek Guð- mundsson. 1 þeirri bók gerist skáldið málsvari verkamanna og olbogabarna, en deilir á hvers konar yfirdrottnun og óheilindi- Skaphiti og kraftur einkennir þessi kvæði. Næsta ljóðabók Heið- reks, Af heiSarbrún 1950, var tæpast eins sterk, en bar vitm fágaðri listasmekk, enda eru mörg kvæði hans mæta vel gerð. Samtímis Arfi öreigans birtist fyrsta ljóðabók Braga Sigurjóns- sonar, Hver er kominn úti? Bók þeirri var að vísu allmjög áfatt um form og fleira. En næsta ljóðabók Braga, Hraunkvíslar, sýndi mikla framför. Sjá til dæmis kvæðið / boSi sumardags. Eitt yngsta ljóðskáldið nefnir sig Gunnar Dal. Meðal þess, sem út hefur komið eftir hann, er kvæðakverið Vera 1950. En hann fékk þá litla áheyrn. Árið 1953 kom frá hendi Gunnars önnur ljóðabók, Sfinxinn og hamingjan, með dulúðugum tón, sem ber keim indverskrar speki. Fá skáld þessa tímabils önnur en Magnus Ásgeirsson, sem gert hefur margt snilldarvel á því sviði, hafa lagt fyrir sig ljóðaþýðingar að nokkru ráði. Það mátti þvl teljast bókmenntaviðburður, þegar út kom bókin Handan um höf 1953, þýdd ljóð af Helga Hálfdanarsyni, því að þar var af smekkvísi og hagleik farið höndum um erlenda dýrgripi, þeir færðir í innlendan búning og með þeim aukið við íslenzk, andleg verðmæti. Eigi verður með öllu skilizt svo við ljóðagerð síðustu ara, að ekki sé minnzt á svo nefndan atómkveðskap. örðugt er þ° að skilgreina hann. Virðast bókmenntir þessar ærið samhengiS' lausar, ósjaldan án alls forms, en stundum eru þó ljóð þessi stuðluð eða rímuð að meira eða minna leyti, jafnvel hvort tvegg]3, Þeir, sem handgengnir eru háttbundnum kvæðum, munu ógjarna njóta þessa skáldskapar, nema þá með mikilli þjálfun og alúð»

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.