Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Page 27

Eimreiðin - 01.07.1954, Page 27
eimheiðin ÍSLENZKAR NÚTÍMABÓKMENNTIR 179 snaásögur, sem birtust hér og þar í tímaritum, þegar á öðrum °g þriðja tug þessarar aldar, kom ekki sérstök bók frá hans hendi fyrr en Sögur 1939. Síðan hefur hann gefið út tvö smásagna- söfn: Nýjar sögur 1944, Hinn gamli Adam 1947 og tvær stuttar skáldsögur: Vegi og vegleysur 1941 og Hvítsanda 1949, enn- fi'emur Ljóðakver 1947. Smásögur Þóris eru í röð þess allra fremsta, sem á íslenzku hefur verið skrifað af því tagi. Fer þar saman fágun, dýpt og hárfín nákvæmni. Árið 1939 kom út skáldsagan LjósiS í kotinu eftir Óskar ASalstein GuSjónsson, tvítugan daglaunamann á Isafirði. Vakti hún litla athygli, enda gölluð, sem von var. Tveim árum síðar kom önnur bók, Grjót °g gróSur, verkalýðssaga, frá hendi sama höfundar, svo vel gerð, að nægja mætti til að halda nafni hans lengi á loft, þó að hann hefði ekkert annað skrifað. En Óskar hefur skrifað fleira. Hann gaf til dæmis út 1944 sögu frá stríðsárunum, HúsiS í hvamminum, veigamikið verk. Hrífandi lýsingar á sálarlífi og uppvexti barna og unglinga eru í skáldsögum GuSrúnar Jóns- dóttur frá Prestbakka, Fyrstu árin (1940) og Ekki heiti ég Eirikur (1946). Æskustöðvarnar og sveitastörfin endurspeglast þar með skini og skuggum. Örlög fólksins fléttast lífi hvers ann- ars. Um kaupstaðalífið fjallar hins vegar skáldsaga RagnheiSar dónsdóttur, Arfur, sem kom út 1941, raunsætt verk og böl- þrungið. Enn betur gerð er þó sagan / skugga Glœsibœjar, sem kom út nokkrum árum seinna. Meiri stund hefur samt Ragn- heiður lagt á að rita unglingabækur. Hafa Dórubœkurnar náð vinsældum ungra stúlkna. Svo að fleiri skáldkonur séu nefndar, kvöddu þær Oddný GuSmundsdóttir og Svanhildur Þorsteinsdóttir sér báðar hljóðs árið 1943. Lét Oddný frá sér fara skáldsöguna Svo skal böl bœta, óvenjulega vel unnið byrjendaverk. Bók Svan- hildar, ÁlfaslóSir, hefur að geyma nærfærnislegar smásögur og ævintýri, fáguð vel. Oddný hefur siðan gefið út skáldsögurnar Veltiáx 1946 og Tvo júnídaga 1949. Eru þær með sömu kostum °g hennar fyrsta bók. En Svanhildur hefur ekki gefið út annað eu Álfaslóðir, mætti þó gjarna skrifa meira af því tagi. Enn kom út 1943, auk annars, Hornstrendingabók Þórleifs Bjarna- sonar. Að vísu er efni hennar utan ramma þessarar ritgerðar, eu má þó teljast kveikur að skáldsögum Þórleifs: Svo kom voriS °g HvaS sagSi trölliS, sem hafa að geyma sams konar sérstæða

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.