Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 27

Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 27
eimheiðin ÍSLENZKAR NÚTÍMABÓKMENNTIR 179 snaásögur, sem birtust hér og þar í tímaritum, þegar á öðrum °g þriðja tug þessarar aldar, kom ekki sérstök bók frá hans hendi fyrr en Sögur 1939. Síðan hefur hann gefið út tvö smásagna- söfn: Nýjar sögur 1944, Hinn gamli Adam 1947 og tvær stuttar skáldsögur: Vegi og vegleysur 1941 og Hvítsanda 1949, enn- fi'emur Ljóðakver 1947. Smásögur Þóris eru í röð þess allra fremsta, sem á íslenzku hefur verið skrifað af því tagi. Fer þar saman fágun, dýpt og hárfín nákvæmni. Árið 1939 kom út skáldsagan LjósiS í kotinu eftir Óskar ASalstein GuSjónsson, tvítugan daglaunamann á Isafirði. Vakti hún litla athygli, enda gölluð, sem von var. Tveim árum síðar kom önnur bók, Grjót °g gróSur, verkalýðssaga, frá hendi sama höfundar, svo vel gerð, að nægja mætti til að halda nafni hans lengi á loft, þó að hann hefði ekkert annað skrifað. En Óskar hefur skrifað fleira. Hann gaf til dæmis út 1944 sögu frá stríðsárunum, HúsiS í hvamminum, veigamikið verk. Hrífandi lýsingar á sálarlífi og uppvexti barna og unglinga eru í skáldsögum GuSrúnar Jóns- dóttur frá Prestbakka, Fyrstu árin (1940) og Ekki heiti ég Eirikur (1946). Æskustöðvarnar og sveitastörfin endurspeglast þar með skini og skuggum. Örlög fólksins fléttast lífi hvers ann- ars. Um kaupstaðalífið fjallar hins vegar skáldsaga RagnheiSar dónsdóttur, Arfur, sem kom út 1941, raunsætt verk og böl- þrungið. Enn betur gerð er þó sagan / skugga Glœsibœjar, sem kom út nokkrum árum seinna. Meiri stund hefur samt Ragn- heiður lagt á að rita unglingabækur. Hafa Dórubœkurnar náð vinsældum ungra stúlkna. Svo að fleiri skáldkonur séu nefndar, kvöddu þær Oddný GuSmundsdóttir og Svanhildur Þorsteinsdóttir sér báðar hljóðs árið 1943. Lét Oddný frá sér fara skáldsöguna Svo skal böl bœta, óvenjulega vel unnið byrjendaverk. Bók Svan- hildar, ÁlfaslóSir, hefur að geyma nærfærnislegar smásögur og ævintýri, fáguð vel. Oddný hefur siðan gefið út skáldsögurnar Veltiáx 1946 og Tvo júnídaga 1949. Eru þær með sömu kostum °g hennar fyrsta bók. En Svanhildur hefur ekki gefið út annað eu Álfaslóðir, mætti þó gjarna skrifa meira af því tagi. Enn kom út 1943, auk annars, Hornstrendingabók Þórleifs Bjarna- sonar. Að vísu er efni hennar utan ramma þessarar ritgerðar, eu má þó teljast kveikur að skáldsögum Þórleifs: Svo kom voriS °g HvaS sagSi trölliS, sem hafa að geyma sams konar sérstæða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.