Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Side 31

Eimreiðin - 01.07.1954, Side 31
arpan (FRÖNSK SAGA) eftir Camille Armel. Það var hellirigning, steypiregn eins og það getur ofsa- tegast orðið á þessum illræmdu slóðum. Regnið er eins og hellt sé úr fötu, og áður en varir eru gangstígarnir orðnir alþaktir pollum. Sumir þessir forar- Pollar eru svo djúpir, að maður verður að vaða þá upp fyrir ökla til þess að komast leiðar sinnar. Réttast væri að ganga berfættur í þessum fenjum. En fólkið hérna lætur sem ekkert sé, og það gerir mér ennþá gramara í geði, þó ekki sé á bætandi. Ibúarnir virðast helzt vera lagardýr. Að minnsta kosti busla þeir áfram í vatnselgnum eins og þeir eigi þar heima, rennblautir og brosandi. Ég er í illu skapi. Það hefur rignt viðstöðulaust í fjóra daga og fjórar nætur samfleytt. Og ekkert lát virðist vera á úrkomunni. Tvennir skór af mér liggja til þerris við rafmagnsofninn í hótelherberginu mínu. Þriðju skóna er ég nýbúinn að kaupa mér, og nú eru þeir líka orðnir gegnblautir. Gluggarnir í veitingasalnum eru huldir regnmóðu. öðru hvoru hleypi ég niður felliglugganum, sem ég sit við, til þess að gá til veðurs. En alltaf er sama flóðið. Sjálfur er ég hppbelgdur af vökva. Og þó er ég hættur að drekka áfengi. En ég hafði beðið um ávaxtasafa — og vatn. Vömbin í mér ei' útblásin af vatni. Ég verð að fá mér bjór til þess að ég geti kastað upp. ,,Þjónn, færið mér bjór!“ Úr því ég er veikur af uppþembu, þá hef ég að minnsta kosti afsökun fyrir því að fara í rúmið, þó að klukkan sé ekki nema sex að kvöldi.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.