Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Page 34

Eimreiðin - 01.07.1954, Page 34
186 SLAGHARPAN EIMREIÐIN storminum. Endurminningarnar þutu um hug minn, og ég naut þeirra mörgu skýru og björtu minningamynda, sem ég átti frá samverunni við minn ágæta vin. # # # Flao er nágranni Servals litla og hjálparhella hans fyrstu dagana í skóla. Minningin um þá daga hvílir eins og hræðileg martröð yfir æsku drengsins. Um matmálstímann getur Serval litli ekki komið niður nokkrum munnbita. Hann hefur enga matarlyst. Maturinn í skólanum finnst honum óæti. Flao gefur honum olnbogaskot til að minna hann á, að hann verði að borða. „Hvað gengur að þér, tryggi vin?“ Þetta er í fyrsta skipti, sem Flao kallaði hann svo, en ætíð síðan, og nafnið festist við hann. ,,Sko, sjáðu!“ Flao lætur möndlu lafa á neðri vön sinni. „Hún er alveg eins og maðkur, en ég skal nú éta hana samt. Og ég skal líka éta hinar allar, sem fljóta ofan á grautnum, sjáðu.“ Andrés Serval hrærir í grautnum sínum með ógeði, en getur þó ekki að sér gert að fara að hlæja. „Já, þetta er betra. Nú geturðu borðað?“ Og Lúðvík skiptir leiftursnöggt um diska, gleypir í sig graut Servals, en lætur hann hafa í staðinn disk með ljúf- fengum jarðeplum, hughreystir hann og hvetur, deplar aug- unum og hvíslar: „Borðaðu, blessaður borðaðu, láttu ekki sjá, að þú viljir ekki borða! Ég skal segja þér sögu á með- an------------- # # # Stormurinn er á suðvestan, beint í fangið, og við verð- um að hægja gönguna. „Hann stendur af hafi“, segir Lúðvík. „Ef ég hefði vitað það, hefði ég tekið okkur bíl. Ertu ekki orðinn gegnblautur? Líður þér ekki vel?“ Auðvitað leið mér vel, — betur en ég hefði getað búizt við. Flao leiddi mig, og ég gleymdi öllu mínu fyrra óyndi út af rigningunni, sem rann í straumum niður um andlit mér.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.