Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Page 35

Eimreiðin - 01.07.1954, Page 35
eimueiðin SLAGHARPAN 187 ,,Við erum bráðum komnir. Húsið mitt er á horni næstu götu.“ Mér hafði alls ekki fundizt leiðin löng, þvi að ég lifði í minningunni um liðna samveru okkar Flaos frá því við vor- um drengir í skóla. Sérstaklega minntist ég dagsins, er hann stóð upp í bekknum til þess að verja mig. „Andrés er feiminn, herra. Hann þorir ekki að tala, en ég sver, að hann er saklaus!" Og svo minntist ég dagsins sem við leituðum í opinberri skrá skólans að þeim, sem höfðu staðizt brutfararprófið. Ég man eftir svipnum á Lúðvík, þegar hann kallaði upp: „Þarna er nafnið þitt, Serval! Þú hefur staðizt prófið, tryggi vin!“ „Og þú?“ „Ó, ég, ennþá hef ég ekki leitað að öðrum nöfnum en Þeim, sem byrja á S.“ Nafnið hans var líka í skránni, og auðvitað hafði hann staðizt prófið með prýði. Það var rödd Flaos, sem vakti mig upp frá dauðum í,skóg- inum við Warn, þar sem ég hafði barizt á milli víglínanna °g fallið eins og brotinn reyr. Ég hlýt að hafa legið með- vitundarlaus klukkutímum saman, og þegar ég raknaði við, fann ég, að ég var að skilja við. Ég gerði enga tilraun til að lifna aftur. Þá heyrði ég rödd hans, sem sagði: „Það er ég, tryggi vin. Liggðu grafkyrr, þú mátt ekki hreyfa þig. Ég er að koma! En þú mátt ekki kalla, aðeins hvísla, til þess að láta mig vita, að þú heyrir til mín.“ Þá bjargaði Flao lífi mínu með því að neyða mig til að svara sér. Ég reyndi að anda aftur, reyndi að komast til meðvitundar. Rödd hans náði öðru hvoru eyrum mínum. ffún vakti mig. „Hreyfðu þig ekki! Einhver kann að sjá okkur. Hreyfðu t>ig ekki, en segðu, að þú heyrir til mín. Andrés? Andrés rninn? Tryggi vin?“ Öll ástúð hans og umhyggja opinberaðist mér í orðum hans. Og mér tókst að stynja upp nafni hans: „Flao, gamli vin, það er úti um mig---------- Ég heyrði frá honum lágt fagnaðaróp: „Bull! Þú ert lif-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.