Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Page 41

Eimreiðin - 01.07.1954, Page 41
EIMUEIÐIN SLAGHARPAN 193 eS gat varla áttað mig á í fyrstu, að snerti mig sérstaklega. Hin ögrandi orð hennar hljóma ennþá í eyrum mér: >,Þú sérð nú vonandi, hver ég er í raun og veru, er ekki svo? Ég er ekki sú kona, sem þú hélzt að ég væri. Svei! Ég hef aldrei verið hamingjusöm með þér. Og nú tek ég til minna ráða. Ég vil ekkert hafa saman við þig að sælda lengur. Þú ert ekki einu sinni maður til að sjá fyrir sjálfum þér, hvað þá fyrir mér. Ég næ mér í annan. Og tapi ég aftur í ástum, Þá skal ég að mér heilli og lifandi giftast einhverjum ríkum kokkál, sem getur veitt mér allan þann borgaralegan munað, ^heð milljónum sínum, sem ég þrái. Og það verður gengi, ólíkt baslinu, sem ég á í nú, skaitu vita!“ Það var komið framundir dögun, og ég man, að í gráleitri toorgunskímunni sýndist konan, sem ég hafði unnað, undar- tega guggin og föl á svip. Ef til vill var það missýning. En svona fór nú fyrir mér, og sagan er ekki sérlega falleg, eða hvað finnst þér?“ „Hörmuleg, Andrés, hörmuleg! Ég hefði ekki átt að ýfa UPP sár þín með því að vera að segja þér frá hamingju minni.“ „Þú gerðir það ekki, Lúðvík. Eins og ég sagði þér, hef eg glaðzt af því, að þú hefur fundið hana. Tíminn hefur dregið sviðann úr sárum mínum, og svo hefur tónlistin hjálpað ^hér til að gleyma. Og nú hef ég líka fundið þig aftur, góði, gamli vinur!“ „En ertu þá virkilega alveg hættur að semja tónlög?“ „Já, konan, sem ég var að segja þér frá, sá fyrir því. Hún sá um, að ég glataði sjálfstrausti mínu. Og eins og þú veizt, án sjálfstrausts er ekki unnt að skapa listaverk. Ég hef ekkert samið síðan við skildum, leik aðeins annarra verk, er aðeins leikari, það er allt og sumt.“ „Serval! Ef það er satt, að hamingja mín sé einnig þín, bá komdu og sjáðu hana, ég vil láta þig komast í snertingu við hana. Við skulum koma upp í herbergi sonar míns.“ Flao gekk til dyra, kveikti í fordyrinu og fór hljóðlega. „En heyrðu, Lúðvík, er ekki sonur þinn enn á spitalanum?“ „Jú, hvers vegna spyrðu?“ 13

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.