Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Side 42

Eimreiðin - 01.07.1954, Side 42
194 SLAGHARPAN eimbeiðin ,,Ég var að furða mig á því, hvers vegna þú læddist á tánum, eins og þú værir hræddur um að vekja hann.“ ,,Ég er svoddan kjáni, tryggi vin. Ég talaði lika í hvísl- ingum, þegar konan mín var að sauma vöggutjöldin hans.“ Hann opnaði skápshurð og dró út skúffur. ,,Sko, hér eru fötin hans.“ Hann fór með fingurna inn í ermarnar á litlu skyrtunum, en hnefi hans var of stór til þess að komast í litlu barns- húfuna, sem hjá skyrtunum lá. „Ég er svo hamingjusamur, tryggi vin!“ „Það er ég líka þin vegna, Lúðvík, og þó að ég semji ekki lög lengur, þá langar mig nú samt til að spila á slaghörpuna þína og reyna að túlka í tónum þær tilfinningar, sem ég nú ber í brjósti." Við gengum niður stigann. Flao kveikti á lampanum yfir slaghörpunni og tók sér stöðu fyrir aftan mig. Hann hafði gott vit á tónlist, og samhljómarnir tengdu okkur enn traust- ari böndum en áður. Hann bað mig að leika fyrir sig gömlu lögin, sem við mundum svo vel frá því við vorum börn. Hann tók undir og raulaði þau lágt fyrir munni sér. Hann hafði engu þeirra gleymt. Ég veit ekki, hve lengi þessi ástúðlegi samleikur varaði. Mér var hlýtt um hjartarætur. Hönd vinar míns hvíldi á öxl mér og hindraði leik minn lítið eitt, en hann sló hljóð- fallið á slaghörpuborðið með fingrunum. „Hlustaðu á, Flao! Nú ætla ég að spila fyrir þig síðasta lagið, sem ég hef samið. Ég samdi það út af konunni, sem ég var að segja þér frá áðan. Það hefur aldrei verið prentað, og við tvö, hún og ég, erum einu manneskjurnar, sem nokk- urn tíma hafa heyrt það. Ég lék það aldrei nema í það eina skipti, er ég samdi það — um hana.“ Um leið og ég sló fyrstu samhljómana, varð ég gripinn ofurafli minninganna. Hefði ekki svo verið, mundi ég hafa tekið eftir breytingu á framkomu Flaos. Hann stóð enn að baki mér, og hönd hans hvíldi þungt á öxl mér, en honum var orðið örðugt um andardrátt: Á vængjum söngsins sindrar hlátur þinn, svífandi í danzi olckar heitu kynna ...

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.