Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 42

Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 42
194 SLAGHARPAN eimbeiðin ,,Ég var að furða mig á því, hvers vegna þú læddist á tánum, eins og þú værir hræddur um að vekja hann.“ ,,Ég er svoddan kjáni, tryggi vin. Ég talaði lika í hvísl- ingum, þegar konan mín var að sauma vöggutjöldin hans.“ Hann opnaði skápshurð og dró út skúffur. ,,Sko, hér eru fötin hans.“ Hann fór með fingurna inn í ermarnar á litlu skyrtunum, en hnefi hans var of stór til þess að komast í litlu barns- húfuna, sem hjá skyrtunum lá. „Ég er svo hamingjusamur, tryggi vin!“ „Það er ég líka þin vegna, Lúðvík, og þó að ég semji ekki lög lengur, þá langar mig nú samt til að spila á slaghörpuna þína og reyna að túlka í tónum þær tilfinningar, sem ég nú ber í brjósti." Við gengum niður stigann. Flao kveikti á lampanum yfir slaghörpunni og tók sér stöðu fyrir aftan mig. Hann hafði gott vit á tónlist, og samhljómarnir tengdu okkur enn traust- ari böndum en áður. Hann bað mig að leika fyrir sig gömlu lögin, sem við mundum svo vel frá því við vorum börn. Hann tók undir og raulaði þau lágt fyrir munni sér. Hann hafði engu þeirra gleymt. Ég veit ekki, hve lengi þessi ástúðlegi samleikur varaði. Mér var hlýtt um hjartarætur. Hönd vinar míns hvíldi á öxl mér og hindraði leik minn lítið eitt, en hann sló hljóð- fallið á slaghörpuborðið með fingrunum. „Hlustaðu á, Flao! Nú ætla ég að spila fyrir þig síðasta lagið, sem ég hef samið. Ég samdi það út af konunni, sem ég var að segja þér frá áðan. Það hefur aldrei verið prentað, og við tvö, hún og ég, erum einu manneskjurnar, sem nokk- urn tíma hafa heyrt það. Ég lék það aldrei nema í það eina skipti, er ég samdi það — um hana.“ Um leið og ég sló fyrstu samhljómana, varð ég gripinn ofurafli minninganna. Hefði ekki svo verið, mundi ég hafa tekið eftir breytingu á framkomu Flaos. Hann stóð enn að baki mér, og hönd hans hvíldi þungt á öxl mér, en honum var orðið örðugt um andardrátt: Á vængjum söngsins sindrar hlátur þinn, svífandi í danzi olckar heitu kynna ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.