Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Side 45

Eimreiðin - 01.07.1954, Side 45
KÍNVERSKUR M Ú R. Ég var hlaðinn af þúsundum þræla á þúsundum ára, yfir ómælda, örfoka sanda og ógnandi fjöll. í helregni titrandi tára og tærandi ótta var skráð mín sköpnnarsaga öll. Ég var liatursins liervirki milli heimsálfa tveggja, aðskildi austrið og vestrið í andstæður tvær. Hið ögrandi vald minna veggja gat varið minn hluta af heiminum, þangað til þetta í gær. Ég var þrásetinn þúsundum herja. í þrályndri lieimsku þeir skutu á mig milljónum skota, en skertu mig ei. Hér hera þeir beinin í gleymsku, ég har af þeim sigur. Ég skil ekki þetta, sem skeði. Nei. Yfir sólgulan sandinn í vestri kom syngjandi telpa , og snerti mig litlum lófa létt eins og hlær. Hver var þessi vogaða stelpa? Ég veit ekki meira, nema ég féll henni að fótum í gær. Rósberg G. Snœdal.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.