Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Qupperneq 47

Eimreiðin - 01.07.1954, Qupperneq 47
eimreiðin ÓLAFUR I HVALLÁTRUM 199 minni, að hún sé ríkari í þeim en ég hef orðið var við með mönnum i öðrum landshlutum. Ég geri ráð fyrir, að nokkurn þátt eigi í því hin sérkennilega náttúra héraðsins, sem beint ieiðir af sér sérstaka lífs- og starfsháttu. En hér koma og áreið- anlega gamlar erfðir til greina. E}rjabyggðin í Breiðafirði hafði allt til þess, er ég fluttist vestur, verið æði einangruð löngum, en drjúg til bjargræðis og fanga og sjálfri sér nóg. Eyjabænd- urnir ríktu eins og konungar yfir eyjum sínum og löndum, óháðir og sjálfstæðir í ríkara mæli en bændur víðast annars. ^að gæddi þá ríkri sjálfskennd, og gerði þeim eiginlegt, sem uokkuð var í spunnið, að treysta á eigin forsjá. Og látlaus háska- glima við viðsjálan sæ og vandrataðar leiðir hefur stælt seiglu °g þol í skapið. Fyrir því gat ókunnugu auga komið svo fyrir sjónir, að skelin á Breiðfirðingum væri nokkuð hörð og hrjúf hið ytra, en inni fyrir bjó varmur, traustur hugur, gestrisni, greiðvikni og drengskapur í raun. En ég varð þess fljótlega askynja, að það tók sinn tíma í þá daga að verða sannur Breið- firðingur. Mér er það í minni, að ég sat að kaffidrykkju í Hvallátrum sunnudag einn, litlu eftir að ég var seztur að vestra, var að koma úr messuferð ofan frá Skálmarnessmúla. Var all- viargt manna í stofunni. Varð þá tilrætt um mann einn í hyggðarlaginu, hvort hann myndi vera Breiðfirðingur. „Nei,“ kvað Snæbjörn hreppstjóri í Hergilsey, „afi hans fluttist til Breiðafjarðar að norðan“! Og ég, vesalingur minn, sem farinn var að líta á mig sem Breiðfirðing! Þrjár kynslóðir dugðu ekki til þess að gera mann að Breiðfirðingi á mælikvarða Snæbjarnar í Hergilsey. Hann hefur ef til vill verið í strangasta lagi, en þó ekki allfjærri hugsun fólksins almennt. En mælikvarðar almennings eru aldrei alin þeirra eða mælir, sem miklir eru borði; yfirburðamaðurinn hefm- jafnan sinn eigin mæli. Og nú, eftir öll þessi ár, ber Ólaf í Hvallátrum hæst i endurminn- ingu minni, þeirra bænda, sem ég kynntist þar vestra. Kom þar til bæði líkamlegt atgjörvi hans og karlmennska, en þó miklu fremur stórbrotin skapgerð hans, drengskapur og rausn. Ólafur Aðalsteinn Bergsveinsson fæddist í Sviðnum á Breiða- firði 7. júni 1867. Foreldrar hans voru Bergsveinn Ólafsson, hóndi þar, og kona hans, Ingveldur Skúladóttir bónda í Fagurey •fónssonar. Bergsveinn mun, um það leyti sem Ólafur fæddist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.