Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Qupperneq 48

Eimreiðin - 01.07.1954, Qupperneq 48
200 ÓLAFUR 1 HVALLÁTRUM eimreiðin aðallega hafa verið í Sviðnum í skjóli föður síns, en gerðist siðar bóndi í Bjarneyjum. Hann hafði áður verið ráðsmaður á Skarði hjá Kristjáni kammerráði Magnúsen og frú Ingibjörgu, konu hans, og þótti atgervismaður. Hann drukknaði 7. marz 1899 tæplega sextugur að aldri (fæddur 23. sept. 1839). Faðir hans var Ólafur bóndi í Sviðnum (fæddur 17. október 1810, dáinn 19. ágúst 1892) Teitsson bónda á Kinnarstöðum í Þorskafirði, siðar á Klukkufelli í Reykhólasveit, Ólafssonar, og verður sú ætt rakin í beinan legg til Narfa Þorvaldssonar á Narfeyri og þaðan til hinna fornu Seldæla. Móðir Ólafs Bergsveinssonar í Hvallátrum var, eins og áður segir, Ingveldur Skúladóttir (fædd 5. júli 1843) bónda í Fagurey og síðar í Hellisbæ við Hellissand, Jónssonar og konu hans, Guðrúnar Hannesdóttur. Skúli drukknaði á heimleið úr Ólafs- vik árið 1852. Eru þetta merkar ættir, sem rekja má til Daða í Snóksdal, Stefáns Jónssonar biskups og Skáneyjar-Lassa, þ° að hér skuli ekki farið frekar út í þá sálma. Kona Teits á Klukkufelli var Karitas Þorgilsdóttir bónda í Bæ í Súgandafirði, Erlendssonar bónda sama stað, Þorgilssonar. Móðir Karitasar var Margrét Jónsdóttir prests, er síðast þjónaði ögurþingum, Sigurðssonar (dáinn 1781). Karitas andaðist á Sviðnum 16. júní 1862, 74 ára að aldri. Kona Ólafs Teitssonar í Sviðnum var Björg dóttir Eyjólfs hreppstjóra og dannbrogsmanns í Svefneyjum. Björg fæddist i Svefneyjum 1. apríl 1815 og giftist Ólafi 10. dezember 1838. Hún andaðist í Sviðnum 12. marz 1899 og þótti verið hafa hinn mesti skörungur og merkiskona, sem hún átti kyn til. Eyjólfui' faðir hennar í Svefneyjum var sonur Einars bónda þar, Svein- bjarnarsonar bónda í Hvallátrum og þótti einn mestur höfðingi meðal bænda á Breiðafirði um sína daga, bæði sakir atorku og útvega, og ekki siður vegna stórmennsku og rausnar. Hann var að jafnaði kallaður Eyjólfur Eyjajarl þar vestur. Hóf hann búskap í Svefneyjum eftir föður sinn og bjó þar við mikla rausn til dauðadags 1865. Hann var þingmaður Barðstrendinga fra 1845—1849. Kvæntur var hann Guðrúnu Jóhannsdóttur prests að Brjánslæk og síðar að Garpsdal (dáinn 1822), Bergsveins- sonar prests að Stað í Grunnavík (1755—62), Hafliðasonar prests í Hrepphólum (1735—62), en kona Bergsveins að Stað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.