Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Síða 50

Eimreiðin - 01.07.1954, Síða 50
202 ÓLAFUR I HVAIJ.ÁTRUM eimbeiðiK kunnugra og skilríkra manna stór vexti, ramur að afli, spak- lyndur og drjúggreindur, hlýr í viðmóti og notalegur við nánari kynni, en annars dulur, einraenn, ómannblendinn nokkuð og óhlutsamur um annarra hag. Vildi einnig vera einn um sitt og var allur í búskap sínum. Hann var heimilisfaðir ágætur, búhöldur góður og ráðsvinnur. Var hann í ýmsum búnaðar- háttum allni)ög á undan sínum tíma, og mun það hafa átt sinn þátt í, að hann hlaut verðlaun „Framfarastiftunarinnar“. Björg, kona hans, var tiginmannleg, fasprúð og stillt, og þótti um það líkjast móður sinni. En hún mun og í allríkum mæli hafa verið gædd skörungsskap föður síns, Eyjólfs Eyjajarls, og mælt var, að hún leitaði ekki ávallt ráða bónda síns, ef hún hafði það í hyggju, sem hún hugði að hann mundi snúast við öndverður. Ekki var þó talið, að þau hjón bæru hvort annað ráðum, og var sambúð þeirra hin bezta, því að hvort mat annað mikils. En hitt er augljóst, að grunnt hefur verið í Björgu húsfreyju á stórmennsku forfeðra hennar, og ætla ég, að Ölafur sonar- sonur hennar í Látrum muni hafa erft þar af drjúgan skerf. Bergsveinn, faðir Ólafs, var enginn athafnamaður til land- búnaðar, enda ábýlisjörð hans í Bjameyjum þannig háttað, að litlu starfi varð þar komið við í þeim efnum. Hafa Bjarneyjar allt síðan í fornöld einkum verið fiskistöð, en eyjarskeggjar stuðzt við grasbýli. En Bergsveinn var sjómaður góður og að- dráttamaður mikill og bátasmiður með ágætum. Stundaði hann þær smíðar mikið fyrir ýmsa, þegar frá tók um fiskiróðra, smíð- aði að jafnaði bát á hverju ári og stundum fleiri. Ólafur Bergsveinsson vandist þegar á unga aldri allri vinnu á sjó og landi, svo og smíðum, einkum bátasmíði, sem þeir feðgar unnu allir mikið að. Mun hagleikur þeirra og smíða- hneigð hafa legið í ætt þeirra frænda allt frá forföður þeirra, hinum nafnfræga bátasmið Alexíusi á Kambi í Trékyllisvík, er kvæntur var Þorbjörgu Halldórsdóttur prests á Stað i Stein- grímsfirði, Magnússonar prests þar, er kominn var af Heydala- ætt. Víst er um það, að margir hafa þeir frændur verið hag- leiksmenn og afkastasamir smiðir. Ólafur Bergsveinsson gerðist þróttmikill þegar í æsku, ein- ráður nokkuð og jafnvel ófyrirleitinn um að hafa sitt mál fram, og eru enn í minni nokkur dæmi þess. Afi hans átti bát, er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.