Eimreiðin - 01.07.1954, Page 68
220
ENGILLINN
eimreiðiN
mannlegri velþóknun, lék að hníf og gaffli með undraverðri
tækni. Og ég, sem venjulega er þegjandalegur þumbari heima
í eldhússkróknum, leit á það sem eitt af furðuverkum veraldar,
hve hraðmælskm hann var með munninn fullan af mat.
„Þeir hljóta að taka þér vel í ráðuneytinu. Þó það nú væri . . •
Auðvitað hefði ég haft ánægju af því að veita þér brautargengi
á þeim vigstöðvum. En annirnar kalla . . . Bisnessinn ■—- bisness-
inn, maður! ... Um hádegi á morgun fer ég loftleiðis með
Gullfaxa vestur til Rio de Janeiro í viðskiptaerindum . . . Bisness-
inn er mitt líf. — Það er þreytandi jobb, en alltaf eitthvað að
hafa í aðra hönd . . . Já, ég hefði viljað aðstoða þig, kæri minn,
þekki knekktin, sem þú verður að kljást við! . . . En því miður
er ég tímabundinn ... Og nú verð ég að kveðja. Bisnessinn —-
Bisnessinn, maður, rekur á eftir. . .“
Ég hlustaði á orðaflóð hans með volæðislegri undirgefni. Svo
brugðust krosstré sem önnur tré. Ég var orðinn uggandi um lausn
rafmagnsmálsins, þótti mjög stefnt í tvísýnu, hvort mér tækist
að leiða það til sigurs, svo sem skeleggum sendiherra væri sæm-
andi.
Við höfðum raðað í okkur beztu kræsingunum úr eldhúsi
Hressingarskálans og þambað ótæpt bjór. Griðkan beið eftir
greiðslunni, hallaði dálítið undir flatt og studdi höndum á hupp-
ana. Gestgjafi minn þreifaði í vasana, fyrst letilega og áhuga-
laust, svo kom spurul eftirvænting í augu hans, hann leitaði
úr einum vasa í annan með fumkenndum hreyfingum, stóð upp,
þuklaði og barði sig utan, eins og hann væri að brjóta bein
til mergjar eða björg til góðmálma. En sú gullleit bar engan
árangur.
„Heyrðu, vinur! . . . Nú ligg ég laglega í því. Ég hef gleymt
veskinu heima. Bölvað klúður!“
Það bólaði á illgirnislegri sigurgleði í sál minni — risið á henni
hækkaði örlítið. Ég skáblíndi skárra auganu á kaupsýslujöfur-
inn og reyndi að leggja myndugleik í raddhreiminn:
„Ég borga!“
Ég var lengi að nálgast peningana, hef aldrei átt neitt seðla-
veski. Konan saumaði vasa innan á mittisskyrtuna, þeirri hirzlu
var lokað með lásnælum. Eftir alllangt pauf og bjástur dró ég