Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Síða 68

Eimreiðin - 01.07.1954, Síða 68
220 ENGILLINN eimreiðiN mannlegri velþóknun, lék að hníf og gaffli með undraverðri tækni. Og ég, sem venjulega er þegjandalegur þumbari heima í eldhússkróknum, leit á það sem eitt af furðuverkum veraldar, hve hraðmælskm hann var með munninn fullan af mat. „Þeir hljóta að taka þér vel í ráðuneytinu. Þó það nú væri . . • Auðvitað hefði ég haft ánægju af því að veita þér brautargengi á þeim vigstöðvum. En annirnar kalla . . . Bisnessinn ■—- bisness- inn, maður! ... Um hádegi á morgun fer ég loftleiðis með Gullfaxa vestur til Rio de Janeiro í viðskiptaerindum . . . Bisness- inn er mitt líf. — Það er þreytandi jobb, en alltaf eitthvað að hafa í aðra hönd . . . Já, ég hefði viljað aðstoða þig, kæri minn, þekki knekktin, sem þú verður að kljást við! . . . En því miður er ég tímabundinn ... Og nú verð ég að kveðja. Bisnessinn —- Bisnessinn, maður, rekur á eftir. . .“ Ég hlustaði á orðaflóð hans með volæðislegri undirgefni. Svo brugðust krosstré sem önnur tré. Ég var orðinn uggandi um lausn rafmagnsmálsins, þótti mjög stefnt í tvísýnu, hvort mér tækist að leiða það til sigurs, svo sem skeleggum sendiherra væri sæm- andi. Við höfðum raðað í okkur beztu kræsingunum úr eldhúsi Hressingarskálans og þambað ótæpt bjór. Griðkan beið eftir greiðslunni, hallaði dálítið undir flatt og studdi höndum á hupp- ana. Gestgjafi minn þreifaði í vasana, fyrst letilega og áhuga- laust, svo kom spurul eftirvænting í augu hans, hann leitaði úr einum vasa í annan með fumkenndum hreyfingum, stóð upp, þuklaði og barði sig utan, eins og hann væri að brjóta bein til mergjar eða björg til góðmálma. En sú gullleit bar engan árangur. „Heyrðu, vinur! . . . Nú ligg ég laglega í því. Ég hef gleymt veskinu heima. Bölvað klúður!“ Það bólaði á illgirnislegri sigurgleði í sál minni — risið á henni hækkaði örlítið. Ég skáblíndi skárra auganu á kaupsýslujöfur- inn og reyndi að leggja myndugleik í raddhreiminn: „Ég borga!“ Ég var lengi að nálgast peningana, hef aldrei átt neitt seðla- veski. Konan saumaði vasa innan á mittisskyrtuna, þeirri hirzlu var lokað með lásnælum. Eftir alllangt pauf og bjástur dró ég
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.