Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Síða 69

Eimreiðin - 01.07.1954, Síða 69
eimreiðin ENGILLINN 221 þaðan álitlegan bunka af brúnum bankaseðlum. (Milli sviga verður að geta þess, að ég ætlaði að slá tvær flugur í einu höggi 1 ferðinni: Ég hef í nokkur ár leitað eftir kaupum á dráttarvél, — aldrei komizt upp á það krambúðarloft, að frambjóðendur til alþingis gerðust meðalgöngumenn við að útvega mér slikan kostagrip. Ég greip því með mér nokkra aura úr handraðanum til að veifa framan í vélasala í Reykjavík). Það var varla laust við græðgissvip á ásjónu stórlaxins, er hann uppgötvaði, að ég var svona múraður. Ég naut augna- hliksins. Og mér flaug í hug, að engillinn hefði afþokkast í allri veraldarvelgengninni, hann var ekki lengur bjartur yfir- litum, skeggrótin í kvapkenndu andlitinu var kolsvört og gljá- andi. Og daunninn úr vitum hans minnti á höskuld, sem fram- leiddur var á kreppuárunum — og rennt niður í réttunum —, þegar rassvasinn var svo rýr, að þar leyndist ekki gjaldmiðill fyrir einn heiðarlegan tíkarbrand. ,,Ég greiði þér seinna, vinur. Ég finn þig í fyrramálið, áður en ég flýg vestur. Þú lætur frökenina hafa dálítið þjónustu- gjald.“ Hann brosti og drap tittlinga. Ég hlýddi, var rausnarlegur á kostnað vinar míns, -— blessuð stúlkan skyldi ekki halda, að það væri samansaumuð grútarsál, sem lagði fé i lófa hennar! Æskuvinurinn hvíslaði: „Gerðu mér nú meiri greiða, kunningi. . . Konan mín er ekki heima . . . kemur ekki heim, fyrr en einhvern tíma í nótt. Og ég hef gleymt húslyklinum. . . Ég átti að gera upp nokkra smá- reikninga hjá klæðskera og kjötkaupmanni. . . Þú ættir að bæta við lánið. . . .Ég finn þig í fyrramálið og geri upp sakirnar, áður en ég fer út í himingeiminn." „Hvað þarftu?“ „Tíu þúsund!“ Hann sagði mér fyrir verkum á æskuárunum. Það hafði alltaf verið sérstök nautn í því að láta að vilja hans. Og nú er það óumdeilanlega heiður að gera honum greiða. Hann rétti fram höndina, glotti drýgindalega og hrifsaði seðl- ana hálffrekjulega. Mér brá hálf ónotalega. En hann var með
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.