Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Page 71

Eimreiðin - 01.07.1954, Page 71
EIMREIÐIN ENGILLINN 223 Prestvík og Kastrup. Hann flýgur þá ekki frá Reykjavík vestur UM haf á morgun! Sálin í mér seig niður í öldudal. Ég svitnaði. Á næsta augna- hliki skalf ég, eins og hundur nýkominn af sundi úr jökulvatni. Ein æskuminning skauzt sem loftbóla einhvers staðar upp úr undirdjúpum vitundarlífsins, skýr og áhrifarík, eins og drama- tiskur leikþáttur í sjónvarpi: Ég og engillinn vorum komnir á ról, klæddir í beztu fata- leppana á sunnudagsmorgni. Það var vor í lofti, leysing og um- hrot í jarðskorpunni. Við löbbuðum út fyrir tún til að skoða heiminn. Ekki höfðum við lengi gengið, er örlögin stefndu okkur að óþverralegu mýrarsundi. Engillinn gekk ekki út í foraðið, — en hvatti mig til að rannsaka leyndardóma föðurlandsins. Ég lenti í kviksyndi, brauzt um upp á líf og dauða, buslaði að lokum þangað, sem fast var undir fótum, allur útbíaður í óhrein- mdum og blautur upp á haus. Kvað félagi minn það ekki á færi annarra en kaskra karla að koma lifandi úr slíkum mann- raunum. Lofið steig mér til höfuðs og hleypti hita í kalda limi. En þegar við dröttuðumst heim á hlaðvarpann, mætti okkur gömul kona, niðurseta, — hún sló á bæði lærin, velti vöngum og mælti með vandlætingu: „Mikill bölvaður ódráttur er þessi drengur, — það er dálítið annað en blessaður engillinn, sem aldrei kemur nálægt neinU skitugu!“ Nú rifjaðist það upp fyrir mér, að hann spurði aldrei, hvar ég hefði bækistöðvar í borginni. Hvar ætlar hann að finna mig í fyrramálið til að endurgreiða bráðabirgðalánið?

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.