Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Síða 71

Eimreiðin - 01.07.1954, Síða 71
EIMREIÐIN ENGILLINN 223 Prestvík og Kastrup. Hann flýgur þá ekki frá Reykjavík vestur UM haf á morgun! Sálin í mér seig niður í öldudal. Ég svitnaði. Á næsta augna- hliki skalf ég, eins og hundur nýkominn af sundi úr jökulvatni. Ein æskuminning skauzt sem loftbóla einhvers staðar upp úr undirdjúpum vitundarlífsins, skýr og áhrifarík, eins og drama- tiskur leikþáttur í sjónvarpi: Ég og engillinn vorum komnir á ról, klæddir í beztu fata- leppana á sunnudagsmorgni. Það var vor í lofti, leysing og um- hrot í jarðskorpunni. Við löbbuðum út fyrir tún til að skoða heiminn. Ekki höfðum við lengi gengið, er örlögin stefndu okkur að óþverralegu mýrarsundi. Engillinn gekk ekki út í foraðið, — en hvatti mig til að rannsaka leyndardóma föðurlandsins. Ég lenti í kviksyndi, brauzt um upp á líf og dauða, buslaði að lokum þangað, sem fast var undir fótum, allur útbíaður í óhrein- mdum og blautur upp á haus. Kvað félagi minn það ekki á færi annarra en kaskra karla að koma lifandi úr slíkum mann- raunum. Lofið steig mér til höfuðs og hleypti hita í kalda limi. En þegar við dröttuðumst heim á hlaðvarpann, mætti okkur gömul kona, niðurseta, — hún sló á bæði lærin, velti vöngum og mælti með vandlætingu: „Mikill bölvaður ódráttur er þessi drengur, — það er dálítið annað en blessaður engillinn, sem aldrei kemur nálægt neinU skitugu!“ Nú rifjaðist það upp fyrir mér, að hann spurði aldrei, hvar ég hefði bækistöðvar í borginni. Hvar ætlar hann að finna mig í fyrramálið til að endurgreiða bráðabirgðalánið?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.