Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 72
LHandi. reiknivélai. Meðal þeirra mörgu leyndardóma, sem vísindamenn liafa enn ekki getað skýrt, er sá hæfileiki sumra manna að geta leyst hinar flóknustu reikningsþrautir á örskömmum tíma og að því er virðist áreynslulaust. Venjulega er þessi hæfileiki meðfæddur og í engu sambandi við menntun manna né uppeldi. Mörg þeirra undrabarna, sem gædd hafa verið þessum furðulega stærðfræðihæfileika, eru af alþýðufólki fædd. Sumt af því var varla læst né skrifandi. Með fáum undantekningum reynast þessi undrabörn með takmarkaðan skilning á öðru en tölum, en þær verka á heila- starfsemi þeirra með ýmsu móti. Sum sjá tölurnar einS og mis- munandi liti, sem hlaðast upp fyrir innri sjónum þeirra með ofsahraða. önnur virðast heyra svörin við stærðfræðiþrautunum hið innra með sér. Enn önnur virðast þreifa á þeim, gædd ein- hverju óskiljanlegu ofnæmi fyrir lausn talnaþrauta. Skal nii getið fjögurra undrabarna, sem öll voru eldfljót að leysa stærðfræðileg úrlausnarefni, og með þeim hætti, að ekki verður skilið né skýrt. Thomas Fuller hét maður, fæddur í Afríku árið 1710. Þegar hann var kominn á fjórtánda ár, rændu þrælasalar honum og seldu hann plantekrueiganda einum í Virginíu. Pilturinn lærði hvorki að lesa né skrifa, en var svo leikinn í að fara með tölur, að hann varð frægur fyrir og fékk viður- nefnið: reikningsvélin í Virginiu. Annars gekk hann undir nafn- inu Tom. Eitt sinn var Tom spurður, hve margar sekúndur væru í hálfu öðru ári. Hann svaraði eftir tveggja minútna umhugsun: „Það eru 47.304.000 sekúndur í hálfu öðru ári.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.