Eimreiðin - 01.07.1954, Qupperneq 72
LHandi. reiknivélai.
Meðal þeirra mörgu leyndardóma, sem vísindamenn liafa enn
ekki getað skýrt, er sá hæfileiki sumra manna að geta leyst
hinar flóknustu reikningsþrautir á örskömmum tíma og að því
er virðist áreynslulaust.
Venjulega er þessi hæfileiki meðfæddur og í engu sambandi
við menntun manna né uppeldi. Mörg þeirra undrabarna, sem
gædd hafa verið þessum furðulega stærðfræðihæfileika, eru af
alþýðufólki fædd. Sumt af því var varla læst né skrifandi.
Með fáum undantekningum reynast þessi undrabörn með
takmarkaðan skilning á öðru en tölum, en þær verka á heila-
starfsemi þeirra með ýmsu móti. Sum sjá tölurnar einS og mis-
munandi liti, sem hlaðast upp fyrir innri sjónum þeirra með
ofsahraða. önnur virðast heyra svörin við stærðfræðiþrautunum
hið innra með sér. Enn önnur virðast þreifa á þeim, gædd ein-
hverju óskiljanlegu ofnæmi fyrir lausn talnaþrauta.
Skal nii getið fjögurra undrabarna, sem öll voru eldfljót að
leysa stærðfræðileg úrlausnarefni, og með þeim hætti, að ekki
verður skilið né skýrt.
Thomas Fuller hét maður, fæddur í Afríku árið 1710. Þegar
hann var kominn á fjórtánda ár, rændu þrælasalar honum og
seldu hann plantekrueiganda einum í Virginíu.
Pilturinn lærði hvorki að lesa né skrifa, en var svo leikinn
í að fara með tölur, að hann varð frægur fyrir og fékk viður-
nefnið: reikningsvélin í Virginiu. Annars gekk hann undir nafn-
inu Tom.
Eitt sinn var Tom spurður, hve margar sekúndur væru í
hálfu öðru ári. Hann svaraði eftir tveggja minútna umhugsun:
„Það eru 47.304.000 sekúndur í hálfu öðru ári.“