Eimreiðin - 01.07.1954, Qupperneq 79
LEIKLISTIN
Þýzk nútímaleiklist.
Nýlega barst Eimreiðinni frá
þýzka sendiráðinu á íslandi bók
um þýzka nútímaleiklist, sem út
kom á forlag Bruckmanns í
Múnchen fyrir skömmu, og er
eftir Hanns Braun. Bókin, sem
er með fjölda mynda, greinir
ítarlega frá endurreisn leiklist-
arinnar í Þýzkalandi eftir síð-
ustu heimsstyrjöld.
Leiklistin hefur jafnan verið
í hávegum höfð meðal Þjóð-
verja, enda hafa margir ágæt-
ustu leikritahöfundar, allt frá
dögum Lessings, Goethes og
Schillers, verið þýzkir. í öng-
þveiti eftirstríðsáranna beið
leiklistin eðlilega hnekki, og sum
leikhúsanna í þýzkum borgum
hrundu í rústir í loftárásum. En
nú hefur leiklistin rétt við aftur.
Leikhúsin eru endurreist flest,
sem fallið höfðu, og allt er
smámsaman að komast í samt
lag á því sviði sem öðrum í
vesturþýzka lýðveldinu.
Af erlendum sjónleikjum, sem
sýndir hafa verið í Þýzkalandi
undanfarin sex til átta ár, hafa
mestum vinsældum náð tveir
eftir Thornton Wilde, „Borgin
okkar“, sem sýndur var í Mún-
chen undir leikstjórn Erich
Engels, og „The Skin of Our
Teeth“ eftir sama höfund. Enn-
fremur „Mýs og menn“ eftir
John Steinbeck, „Sölumaður
deyr“ eftir Arthur Miller og
.,Glass Menagerie" eftir Tennes-
see Williams. Af léttari leikjum
erlendum má nefna „Voice of
the Turtle“ (Rödd turtildúfunn-
ar) eftir Van Drieten og „The
Women“ (Konurnar) eftir Clare
Boothe Luce. Af öðrum erlend-
um leikritahöfundum, sem unnið
hafa sér vinsældir í Þýzkalandi
fyrir sjónleiki sína, má nefna
Saroyan, Elmer Rice, Eugene
O’Neill og Lavery, ennfremur
James M. Barry, Christopher
Fry og T. S. Eliot og frönsku
höfundana Jean Anouilh, Albert
Camus, Jean Paul Sartre, Jean
Girandoux og Paul Claudel. Auk
leikrita eftir þau bandarísk,
brezk og frönsk skáld, sem þeg-
ar hafa verið nefnd, svo og fræg
klassisk leikrit ýmsra þjóða, ber
að nefna tvö leikrit eftir tvö
spönsk nútímaskáld: „Tré deyja
upprétt" (Baume sterben auf-
recht) eftir Federigo Garcia
Lorca, sem sýnt hefur verið í
Stuttgart við mikla aðsókn, og
„Konan í dögun“ (Die Frau im
Morgengrau) eftir Alejandro
Casova, sem sýnt var í Múnchen.
Annað leikrit eftir þennan höf-
und, sem nefnist „Dona Rosita“,
var og sýnt í Múnchen og síðan
valið til sýningar á Leiklistar-
hátíðinni í Zúrich 1950, sem
dæmi þýzkrar leiklistar eins og
hún kemst hæst.
Af þýzkum leikritahöfundum,
sem vakið hafa eftirtekt fyrir
leikrit sín nýlega, ber fyrstan
að nefna Carl Zuckmayer fyrir
sjónleikinn „Hershöfðingi fjand-