Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Side 83

Eimreiðin - 01.07.1954, Side 83
eimreibin RITSJÁ 235 t!l haga, leika lausum hala, vera með heilli há, hafa allt á hornum sér, koma fyrir kattarnef, láta kylfu ráða kasti, réða lögum og lofum, leggja Undir land, láta reka é reiðanum, eiga við ramman reip að draga, skarð er fyrir skildi, láta til skarar skriða, °- s. frv. Ég hef nefnt hér 23 dæmi, en þau eru miklu fleiri, og telst mér til, við lauslega athugun, að af )>eim 830 orðtökum, er höf. skýrir, séu að minnsta kosti 150 stuðluð eða milli % og % allra þessara orðtaka. Þetta bendir á, að mjög mörg orðtakanna sé upprunalega til komin við eðlilega stuðlun, þ. e. a. s. tvö orð eru stuðluð, af þvi að málið yrkir stundum fyrir mann og leggur oss í munn þau orð, sem eru eðlileg i hversdagslegu tali, eins og „fallast i faðma“, „blésa byr- lega“ o. s. frv., eða þau hafa orðið til vegna stílkenndar þeirra, er fyrst bjuggu þau til eða notuðu, hvort sem sérstakt tilefni hefur valdið því eða hagleikur í meðferð málsins. Ég bendi emnig á i latínu orðtök eins og sat sapienti, nomen et omen, quot nom- ‘nes, tot sententiæ, veni, vidi, vici, þar sem annaðhvort er um stuðlun eða rím að ræða. Þetta er nákvæm- lega sama og góðir rithöfundar hjá öllum þjóðum temja sér, og minnist eg í þessu sambandi margra snilli- yrða dr. Helga Péturss, er setti fagurt niál fram á óvenju listrænan hátt, er nngir rithöfundar hefðu gott af að kynnast. Á einum stað segir hann, ef eg man rétt: „úti stóð ég fyrir stundu °g horfði á þessa höfuðprýði himins- lns, hina tindrandi Venus, hversu stillt hún starði og blíðlega" —. Þessa somu tilfinning fyrir fegurð og hrynj- anda hafa allir góðir rithöfundar, emnig í öðrum málum, og sannast hér orð Óðins: orð mér af orði orðs leitaði, verk mér af verki verks (leit- aði) ....., eins og segir í Rúnatali Óðins í Hávamálum. Þetta sýnir, að mörg orðtök hafa orðið til á þenna hátt, að málsmekkur höfunda hefur leitað stuðlunar og skapað fleyg orð eða orðtök. Ef vér blöðum í kunnri bók á dönsku, Bevingede ord, eftir Arlaud, er kom út um 1905, sbr. einnig Georg Búchmann: Geflúgelte worte 1864, sjáum vér, að mörg orðtök eru komin úr biblíunni eins og „kasta perlum fyrir svín“, sem höf. getur einnig i orðtaka-skrá sinni, og úr ýmsum mál- um eins og grisku, latinu, rómönskum málum og öðrum germönskum mál- um, og nefnir höf. nokkur dæmi þeirra. Or bibliunni eða úr kóranin- um er komið „vera í sjöunda himni“, og úr biblíunni er komið „rannsaka hjörtun og nýrun“, „láta ljós sitt skína" og fleiri orðtök. Vér könnumst allir við orðtakið hic Rhodos, hic salta og veitum því eftirtekt, hvernig það hefur orðið til: hic Rhodos, hic salta, en á íslenzku myndi samsvara þessu að láta hrökkva eða stökkva, en ekki er þetta orðtak í orðtakaskránni. Öll þau mörgu dæmi orðtaka, er vér finn- um í öðrum málum, latinu, grísku, rómönskum málum eða germönskum, svo að nokkur mál séu nefnd, hafa orðið minnisstæð vegna formsins, vegna stuðlasetningar, ríms eða ann- arra einkenna. Þá má benda á til dæmis Tryggðamál í Grágás, þar sem stuðlun er mjög notuð, sbr.: Sá ykk- arr, er gengr á gorvar sættir, þá skal hann svá viða vargr rækr, sem mögr móður kallar, — aldir elda kynda, — valr flýgr várlangan dag. — Hefði því verið eðlilegt að semja sérstakan kafla, sem benti á þessi höfuðeinkenni hins ytra forms í ýmsum tungumál-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.