Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Page 34

Eimreiðin - 01.01.1957, Page 34
18 EIMREIÐIN að heyra þau? Ég er að vona, að það sé eitthvað í þeim, eitt- hvað óvenjulegt. Ég þekki margs konar fótatak, og svo geri ég mér hugmyndir um mennina.. .“ Ég horfði á eftir honum, þar sem hann gekk upp steinlagða götuna: Lágvaxinn maður, skreflangur, öruggur, álútur og háleitur, húfan aftur í hnakkagróf, grænn bitastokkurinn dinglaði á bakinu; verkamaður á leið heim til sín úr vinn- unni. .. 6. Mér auðnaðist ekki að fá að heyra lögin hans um fótatak mannanna á hellunum, sem hann hafði lagt á gangstéttir borg- arinnar. . . Eitt kvöld, fáum dögum seinna, gekk ég inn í Skuggahverfi. Ég gerði ráð fyrir, að litli maðurinn væri kominn heim, væri búinn að snyrta sig og sæti nú við gluggann við gráa múrinn — með nóturnar af hellunum fyrir framan sig. Ég fór mér hægt og staðnæmdist um stund og leit upp á gráan gafl steinhússins. Ég gekk að sundinu við litla bæinn, og mér skildist, að dimmt hlyti að vera í bænum, jafnvel þó að sól skini. Ein rúða stóð opin á litla glugganum, og út um hann heyrði ég hávaða og skræka konurödd: „Djöfuls amlóði, djöfuls amlóði, segi ég — og tek það ekki aftur. Þú eyðir kaupinu þínu í þetta heimskulega glam- ur. Það hefur eyðilagt alla okkar afkomu. Ég hef aldrei get- að leyft mér neitt. Ég hef hlífzt við að brjóta þetta helvítis orgelræksni þitt í eldinn, en nú geri ég það, því að nú keyrir alveg um þverbak. Hver heldurðu að kaupi þetta gjálfur í þér, sem blaðasnápurinn er að gera gys að í dag? Enginn, ekki einn einasti maður. Þú hefur ekkert upp úr því nema skuldirnar og skömmina. Þú hefur alltaf mannleysa verið...“ Hann lék á orgelið. Það var taktfast lag, mér fannst ég heyra fótatak mannanna. En allt í einu brast lagið eins og ómandi strengur hefði snögglega brostið. . . „Já, ég sagði þér það. Ég sagði þér, að ég mundi gera það. Og hafðu svo þetta drasl þitt, farðu út með það, út úr mínum luisum. . .“ Ég vildi koma mér burt, helzt langt burt. . .

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.