Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Qupperneq 34

Eimreiðin - 01.01.1957, Qupperneq 34
18 EIMREIÐIN að heyra þau? Ég er að vona, að það sé eitthvað í þeim, eitt- hvað óvenjulegt. Ég þekki margs konar fótatak, og svo geri ég mér hugmyndir um mennina.. .“ Ég horfði á eftir honum, þar sem hann gekk upp steinlagða götuna: Lágvaxinn maður, skreflangur, öruggur, álútur og háleitur, húfan aftur í hnakkagróf, grænn bitastokkurinn dinglaði á bakinu; verkamaður á leið heim til sín úr vinn- unni. .. 6. Mér auðnaðist ekki að fá að heyra lögin hans um fótatak mannanna á hellunum, sem hann hafði lagt á gangstéttir borg- arinnar. . . Eitt kvöld, fáum dögum seinna, gekk ég inn í Skuggahverfi. Ég gerði ráð fyrir, að litli maðurinn væri kominn heim, væri búinn að snyrta sig og sæti nú við gluggann við gráa múrinn — með nóturnar af hellunum fyrir framan sig. Ég fór mér hægt og staðnæmdist um stund og leit upp á gráan gafl steinhússins. Ég gekk að sundinu við litla bæinn, og mér skildist, að dimmt hlyti að vera í bænum, jafnvel þó að sól skini. Ein rúða stóð opin á litla glugganum, og út um hann heyrði ég hávaða og skræka konurödd: „Djöfuls amlóði, djöfuls amlóði, segi ég — og tek það ekki aftur. Þú eyðir kaupinu þínu í þetta heimskulega glam- ur. Það hefur eyðilagt alla okkar afkomu. Ég hef aldrei get- að leyft mér neitt. Ég hef hlífzt við að brjóta þetta helvítis orgelræksni þitt í eldinn, en nú geri ég það, því að nú keyrir alveg um þverbak. Hver heldurðu að kaupi þetta gjálfur í þér, sem blaðasnápurinn er að gera gys að í dag? Enginn, ekki einn einasti maður. Þú hefur ekkert upp úr því nema skuldirnar og skömmina. Þú hefur alltaf mannleysa verið...“ Hann lék á orgelið. Það var taktfast lag, mér fannst ég heyra fótatak mannanna. En allt í einu brast lagið eins og ómandi strengur hefði snögglega brostið. . . „Já, ég sagði þér það. Ég sagði þér, að ég mundi gera það. Og hafðu svo þetta drasl þitt, farðu út með það, út úr mínum luisum. . .“ Ég vildi koma mér burt, helzt langt burt. . .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.