Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Page 40

Eimreiðin - 01.10.1957, Page 40
272 EIMREIÐIN komið fram nema á mjög fullkomnu máli. En dr. Helgi var meira en málsnillingur. Hann var stílprúður, svo að af bar. Góður af geði hreinu góðorður reynist víst. Fullur af illu einu illyrðin sparar sízt, sagði skáldið mikla Hallgrímur Pétursson. Af göfgi hugans getur ekki skapazt annað en fagurt málfar, hvort sem það er mælt eða ritað og svo á hinn veginn. Þó að menn, eins og áður segir, hafi hrifizt af andagift, rökvísi og gullaldarmáli Nýals, þá er svo fjarri því, að þeir hafi, þegar fram liðu stundir, íhugað nógu rækilega þennan boðskap, sem þarna er boðaður. í stað þess að íhuga þessi mál ennþá betur og bera þessar lífsskoðanir saman við aðrar stefnur, er fást við skyld efni, rannsaka sjálfur sitt sálarlif, hafa margir horfið að félagslegu þrasi hversdagsmálanna og enn aðrir til gamalla trúarlærdóma, í þeirri trú, að þar væri um raunhæfari umbætur að ræða á vandamálum mannlífsins. Fyrir löngu var sagt „að eitt sé nauðsynlegt“ og að menn eigi að „leita fyrst guðsríkis og hans réttlætis, þá muni allt annað veitast". Þetta skil ég meðal annars svo, að framar ölln beri að íhuga grandgæfilega hina réttu undirstöðu í hverjn einu, í þessu falli leita að tilgangi lífsins og fá þannig æðn yfirsýn, er örugglega myndi vísa til vegar í hinum hversdags- legu viðfangsefnum mannlífsins, er skoðanir skilur. Myndi ekki hugarfarið batna, ef til væri lífernisfræði byggð á víð- feðmum vísindum? Eða hvort myndi ekki t. a. m. sú fræði. sem fæst við trúarlærdóma, verða víðsýnni og frjórri, ef hun skoðaði margt í ljósi kenninga Nýals? í þessu sambandi kem- ur mér í hug merk grein, sem birtist í 4.-5. hefti Kirkjurits- ins 1946, eftir séra Sigurð S. Haukdal prófast, „Um mátt samstilltrar bænar“. En hér er ekki staður til að fara út í þeSSl efni. — í lok þessara hugleiðinga verður að minnast á, að sárs- aukalaust var það ekki hinum mikla snillingi og höfundi is' lenzkrar heimsfræði, hvað menn daufheyrðust við kenning' um hans og þá mest þegar hinir fyrri samhugar hans snern meira og minna við þeim baki.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.