Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Page 57

Eimreiðin - 01.10.1957, Page 57
GUNNAR BR. SIGMUNDSSON KVEÐUR BÆINN 289 stólnum við eldavélina og prjónar. Starir seiðdimmum aug- um út í húmljósa vornóttina. Gunnari kemur til hugar að kveðja hana. Það mundi teygja tímann. En Mangi mehe hef- ur þegar opnað eldhúsdyrnar, og hann verður að hafa gát á ftonum. heir ganga út. Svalur vornæturblærinn leikur um vanga þeirra. Seltublandinn þaraþef leggur frá fjörunni og klöpp- unurn. Gunnari Br. Sigmundssyni verður strax hughægra. í raun réttri skiptir það engu máli, þótt þeir fari niður á klapp- trnar. Það ætti að vera vitahættulaust. Bretinn veitir ferðum þeirra varla athygli, og þótt svo ólíklega færi, að þeir kæmu a vettvang, mundi ekki hjá því fara, að þeir könnuðust við konjaksþefinn. M angi mehe stendur á hlaðvarpanum og teygar að sér seltuþefinn. Hann er fæddur og uppalinn við þennan þef, og hann er vitum hans þægilegri en nokkur ilmvatnsangan. Hon- um verður litið til hafsins. Það er lognslétt og dimmt. Þeir ættu að fiska vel, sem eru úti með dragnót í nótt. Þarna standa þeir þegjandi nokkra stund og hugsar hvor S1tt. Mangi stingur höndunum í buxnavasana og starir til hafs, stálgráum, drykkjurökum augum. Golan leikur við hár hans, mikið, jarpt og úfið, strýkur magurt, beinabert and- htið, þreytulegt, seltubrennt og skítugt; gerir gælur við hökkar og loðnar augnabrúnir hans og þunnt, hnýtt nefið, er slútir yfir yfirvararskeggið, rennblautt af skrotóbakssafa eins og endranær. Gunnar Br. Sigmundsson stendur gleitt. Hann hefur dreg- rauðan snýtuklút úr vasa sínum, brýtur hann saman og tekur að þurrka svitann af blárauðri nefkörtunni; strýkur lvarmasepana, sem slapa yfir lítil, sískimandi og lymskuleg ‘lugun; nuddar lágt, hrukkótt ennið og skallann og bregður utnum að síðustu undir aukahökurnar. Hann hefur bull- Svitnað. Það er engin smáræðis áreynsla, sem fylgir því að ^tta hugmyndaflugi sínu og leikhæfileikum til hins ýtrasta. § td hvers hefur hann verið að þessu? Þeir þegja báðir. Mangi bíður þess, að Gunnar taki að |^Pra á fyrirhuguðu ferðalagi niður á klappirnar. Gunnar °sar hins vegar happi, er Mangi minnist ekki á það að

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.