Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Page 63

Eimreiðin - 01.10.1957, Page 63
StríS eftir Óskar Magnússon. Mjúk undiralda seig inn fjörðinn. Nesin höfðu sveipað þunnri þokuslæðu um axlir sér. högn síðnæturinnar var rofin af taktbundnu ískri frá þurru ræði. Gamli maðurinn damlaði löngum togum, og fleytan hans sveif stillilega frá kjölvatni sínu og braut nýja dropa í slóðina. Dagurinn var að fæðast, og líf færðist í fuglinn í þjarginu. Karlfuglinn þandi stélfjaðrirnar og reyndi nokkur vængjaslög, áður en hann lét sig renna út í mjúkt vorloftið. Stöku hópur hafði lagt sig til flugs út á miðin. Selur horfði Svefndrukknum augum á fleytuna síga fram hjá. Það var víst ekkert að óttast í þessari kyrrð. Gamli maðurinn leit upp í dökkt, vatnsdrjúpandi bjargið °g beindi bátnum frá landi, reri nokkur áratog og lagði upp. >>Það ætti að vera óhætt að fara að reyna,“ tautaði hann og l°k í nefið, meðan hann leit til morgunsins á loftinu. Síðan Seildist hann eftir færinu, leysti utan af því og beitti krókana ’neð spriklandi sandmaðki. Óýpið var aðeins fimmtán faðmar, og lóðið togaði fast í . Svo grunnu vatni. Það var kippt í færið, og gamli maðurinn ínnbyrti fagurrauðan bútung. Hann blóðgaði fiskinn, leit á hann og lagði út árarnar.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.