Eimreiðin - 01.05.1963, Side 20
108
EIMREIÐIN
kvarða, og hin síðustu eru enn á lífi meðal okkar. íslenzkar bók-
menntir síðustu hálfrar annarrar aldar eru vissulega svo glæsilegar,.
að vart verður á betra kosið. Hins vegar lítur nú svo út sem
yngri skáldin ætli að reynast þess vanmegnug að ávaxta sitt bók-
menntapund, þau haldi ekki áfram sigurgöngu fyrirrennara sinna,
heldur séu að flestu leyti að fálma sig áfram, leita fyrir sér í hálf-
verðri blindni, eða með öðrum orðum, íslenzkar bókmenntir virð-
ast nú vera larnar að færast á hnignunarstig.
Hér virðist því greinilega geta verið um þróun að ræða, svipaða
þeirri, er að framan greinir.
En sagan er þó ekki nema hálfsögð með þessu. Það vekur og eftir-
tekt, að hinar tvær höfuðgreinar íslenzkra bókmennta, ljóðagerð
og skáldsagnaritun, virðast alls ekki haldast í hendur í þessari þró-
un. I því sambandi er eftirtektarvert, að engu er líkara en að ljóða-
gerðin sé fyrri til að rísa upp á hátind þroska síns, og jafnframt
fyrri til að hrapa niður aftur. Ef litið er til síðustu mannsaldra, sést
þetta greinilega. 19. öldin er framar öðru tímabil ljóðskáldanna í
islenzkum bókmenntum. Skáld eins og Jónas, Bjarni, Bólu-Hjálm-
ar, Stephan G., Grímur Thomsen, Steingrímur, Matthías og Einar
Benediktsson eru allir fyrst og fremst skáld þeirrar aldar. Þessir
menn eiga allir sammerkt í því, að þeir hafa orðið þau stórskáld,
sem þeir urðu, fyrir langa þróun íslenzkrar ljóðhefðar, og má því
með talsverðum rétti telja tímabil þeirra, og reyndar margra fleiri,
hátind á þroska íslenzkrar ljóðagerðar. Það styður og að hinu sama,
að þegar upp úr aldamótum er engu líkara en að allverulegur sam-
dráttur byrji í íslenzkri Ijóðagerð, því að þau 1 jóðskáld, sem eftir
þann tíma hafa komið fram, hafa greinilega staðið fyrirrennurum
sínum á 19. öldinni talsvert. að baki. Þá er ekki síður fróðlegt að
athuga skáldsagnagerðina á þessu tímabili. Jón Thoroddsen hefur
með réttu verið talinn faðir íslenzkrar nútíma skáldsagnagerðar, en
það er athyglisvert, að hann kemur þá fyrst fram, þegar ljóðagérðin
hefur verið hafin til allverulegs þroska. Og þegar ljóðagerðin rís
síðan upp á hátind þroska síns með Matthíasi Jochumssyni og Ein-
ari Benediktssyni, er eftirtektarvert, að þá á skáldsagan í íslenzkum
bókmenntum enn langt í land með að ná þeim hátindi sínum, sem
hún hefur náð síðasta mannsaldurinn með Halldóri Laxness og
Gunnari Gunnarssyni. Það er enn athyglisvert í þessu sambandi,
að það er ekki fyrr en nú allra síðustu árin, sem greinileg hnigrr-
unarmerki eru farin að koma franr á íslenzku skáldsögunni, en á