Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1963, Side 20

Eimreiðin - 01.05.1963, Side 20
108 EIMREIÐIN kvarða, og hin síðustu eru enn á lífi meðal okkar. íslenzkar bók- menntir síðustu hálfrar annarrar aldar eru vissulega svo glæsilegar,. að vart verður á betra kosið. Hins vegar lítur nú svo út sem yngri skáldin ætli að reynast þess vanmegnug að ávaxta sitt bók- menntapund, þau haldi ekki áfram sigurgöngu fyrirrennara sinna, heldur séu að flestu leyti að fálma sig áfram, leita fyrir sér í hálf- verðri blindni, eða með öðrum orðum, íslenzkar bókmenntir virð- ast nú vera larnar að færast á hnignunarstig. Hér virðist því greinilega geta verið um þróun að ræða, svipaða þeirri, er að framan greinir. En sagan er þó ekki nema hálfsögð með þessu. Það vekur og eftir- tekt, að hinar tvær höfuðgreinar íslenzkra bókmennta, ljóðagerð og skáldsagnaritun, virðast alls ekki haldast í hendur í þessari þró- un. I því sambandi er eftirtektarvert, að engu er líkara en að ljóða- gerðin sé fyrri til að rísa upp á hátind þroska síns, og jafnframt fyrri til að hrapa niður aftur. Ef litið er til síðustu mannsaldra, sést þetta greinilega. 19. öldin er framar öðru tímabil ljóðskáldanna í islenzkum bókmenntum. Skáld eins og Jónas, Bjarni, Bólu-Hjálm- ar, Stephan G., Grímur Thomsen, Steingrímur, Matthías og Einar Benediktsson eru allir fyrst og fremst skáld þeirrar aldar. Þessir menn eiga allir sammerkt í því, að þeir hafa orðið þau stórskáld, sem þeir urðu, fyrir langa þróun íslenzkrar ljóðhefðar, og má því með talsverðum rétti telja tímabil þeirra, og reyndar margra fleiri, hátind á þroska íslenzkrar ljóðagerðar. Það styður og að hinu sama, að þegar upp úr aldamótum er engu líkara en að allverulegur sam- dráttur byrji í íslenzkri Ijóðagerð, því að þau 1 jóðskáld, sem eftir þann tíma hafa komið fram, hafa greinilega staðið fyrirrennurum sínum á 19. öldinni talsvert. að baki. Þá er ekki síður fróðlegt að athuga skáldsagnagerðina á þessu tímabili. Jón Thoroddsen hefur með réttu verið talinn faðir íslenzkrar nútíma skáldsagnagerðar, en það er athyglisvert, að hann kemur þá fyrst fram, þegar ljóðagérðin hefur verið hafin til allverulegs þroska. Og þegar ljóðagerðin rís síðan upp á hátind þroska síns með Matthíasi Jochumssyni og Ein- ari Benediktssyni, er eftirtektarvert, að þá á skáldsagan í íslenzkum bókmenntum enn langt í land með að ná þeim hátindi sínum, sem hún hefur náð síðasta mannsaldurinn með Halldóri Laxness og Gunnari Gunnarssyni. Það er enn athyglisvert í þessu sambandi, að það er ekki fyrr en nú allra síðustu árin, sem greinileg hnigrr- unarmerki eru farin að koma franr á íslenzku skáldsögunni, en á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.