Eimreiðin - 01.05.1963, Blaðsíða 32
120
EIMREIÐIN
tveir. Haldiði að hann pabbi
fari að draga einhvern vand-
ræðagrip heim á Húsá? Nei,
ækki alveg. . . Hún er ágæt,
konukindin; annars fáið þið nú
að sjá hana innan skamms." Og
Ogga vegur fötuna nokkrum
•sinnum milli handanna. „Þau
bljóta að fara að koma.“ Svo
hverfur hún inn í bæinn.
A sömu stundu hverfur líka
sólin bak við ásinn, og þá er
eins og myrkrið taki að vaxa
upp úr jörðinni allt í kringum
Húsárbæinn. Eða á það kannski
upptök sín alls staðar og hvergi,
þetta haustmyrkur? Fyrst í stað
•er dreyrrauður bjarmi á norður-
himninum og sólskinið á flótta
iofan við miðjar fjallshlíðar, en
myrkrið að neðan rekur flótt-
ann upp skriður og hengibjörg,
unz dalurinn barmafyllist af
myrkri og suðurhiminninn
'hrannast samtímis svörtum os:
haustlegum regnskýjum. Svona
gengur það til í þessurn þröngu
fjalldölum, þegar komið er fram
á haust.
Nú eru kaupamennirnir á
Húsá komnir í úlpurnar sínar.
Haustkulið segir til sín. Þó bíða
jþeir enn.
En þessari löngu bið er senn
lokið, sem betur fer.
Ef svo ber við, að laufvindur-
inn stendur andartak á öndinni
og hættir öllu skrafi við þiljur
og vindskeiðar, heyrist kveðið
við raust enhvers staðar langt
niðri í dal.
Nú eru þau loksins að koma,
guðsélof. Og Sænkó gamli sting-
ur sér gjammandi fram úr sund-
inu og hverfur í rökkrið. En
piltarnir líta glottandi hvor á
annan — og hlusta.
„Grunaði mig ekki banka-
bygg,“ segir Villi. „Karlinn er
fullur sem ég er lifandi; heyr-
irðu bara sönginn?“
„Aumingja Ogga,“ segir Tóti
„Sú á von á glaðningunni.“
Það er næstum aldimmt, þeg-
ar snörl í hestum og marr í klyfj-
um heyrist utan úr tröðinni.
Bóndinn kveður ekki lengur, en
liggjandi fram á makkann kem-
ur hann í rokspretti utan úr
kvöldhúminu og heim á hlaðið.
Hann er reffilegur Húsárbónd-
inn, satt er það, þegar hann vind-
ur sér af baki, enda þótt hann
sé svo draugfullur, að hann geti
naumast fótað sig á hlaðinu.
„Djöfull er hann slompaður,“
er hvíslað uppi í bæjarsundinn-
„Guðsbænum láttu hann ekki
sjá þig.“
„Hvar er brúðurin?“
„Þegiðu, Tóti; sérðu ekki, að
hún er að paufast þarna yfir
bæjarlækinn?“
„Færðu þig svolítið . . .“
„Nei, mig langar ekki til að
lenda í greipum karlsins, eins
og um daginn, ég lrélt þá að